Skip to main content

Sýning 2013

Opið laugardaginn 9. febrúar frá kl. 10 - 16, ókeypis inn og í bílastæðahús Hörpu á meðan húsrúm leyfir.  

 Á sýningarsvæði UTmessunnar verður líf og fjör fyrir alla fjölskylduna. Alls kyns getraunir og leikir í gangi allan daginn.

 Samhliða sýningu tölvu- og tæknifyrirtækja verða ýmsir viðburðir í gangi í sölum Hörpu:

Fróðleikur um tölvutækni fyrir alla í formi stuttra fyrirlestra á heila og hálfa tímanum. Þau fyrirtæki sem eru á sýningarsvæðinu bjóða alla velkomna að prófa nýja tækni og heyra um skemmtilegar hugmyndir og verkefni sem fyrirtækin eru að vinna með.

Meðal annars á sýningarsvæðinu - leikir og skemmtun:

Prófaðu að taka orrustu í DUST 514 í boði CCP í Norðurljósasal á nýjum PlayStation 3 tölvum. Nokkrir heppnir einstaklingar sem prufa DUST 514 eiga möguleika á að vinna PS3. DUST 514 er frír til niðurhals á PS3 en er einmitt þessa stundinda í opinni beta prufun.

Nýherji Lenovo Yoga: sameinar fartölvu og spjaldtölvu í eina græju. Lenovo Tablet II - spjaldtölva með Windows 8. Myndavélar frá Canon.
Poppvél. Pétur Guðmundsson Eurovision-fari mætir á staðinn kl. 13:30.
Hægt verður að skrá sig í pott og vinna Canon IXUS myndavél

GreenQloud er fyrsta íslenska Tölvuskýið. Fyrirtækið hefur vakið mikla athygli erlendis og hlotið fjölda verðlauna fyrir lausnir sínar.  
Ef þú vilt fræðast um skýþjónustu og kynnast þeim möguleikum sem eru í boði, þá villtu ekki missa af því að heimsækja sýningarbás GreenQloud á UT messunni.

Locatify býður þátttakendum UT messunnar að taka þátt í TurfHunt ratleik í snjallsíma sem best um miðbæinn.
Lið fá fyrirmæli í símann sem detta inn eftir GPS staðsetningarhnitum og þurfa liðin að leysa þrautir á tilteknum stöðum.
Þau keppa sín á milli í rauntíma og fá sýndargull og viðurkenningar á skjá símans að launum. 
Locatify býður landsmönnum einnig að taka þátt í opnum lokaprófunum á kerfi þar sem hver og einn getur á einfaldan máta búið til eigin ratleik og snjallleiðsögn sér að kostnaðarlausu og gefið út í appi í eigin síma.

Ormsson mun sýna Nintendo Wii U leikjatölvuna sem býður upp á algera nýja upplifun í leikjaspili. Verða með léttan spurningaleik og draga út eina tölvu til að gefa. Á sýningarbásnum verður einnig 40“ snertiborð frá Samsung þar sem fólki gefst færi á að sjá, snerta og upplifa framtíðarlausnir.

Optima verður með happdrætti í gangi á föstudeginum (fyrir ráðstefnugesti) og laugardeginum, þar sem gestir geta skráð nafn, netfang og símanúmer á blað og við drögum síðan út eitt nafn í lok hvers dags þar sem vinningshafinn fær að gjöf glæsilegan lita prentara frá Ricoh. Um er að ræða nýja gerð af gel prentara sem hentar vel fyrir minni skrifstofur og heimili. Prentarinn er umhverfisvænn og hraðvirkur,afkastar 29 bls á mínútu og prentar beggja megin, einnig er hann nettengjanlegur. 

Þjóðská Íslands kynnir rafmagnað samband á Ísland.is. Kynntu þér hvað er skráð um þig hjá opinberum aðilum og kannaðu hvort þú átt bréf í pósthólfinu þínu. Ertu klár fyrir Íslykil? - ekki vera á köldum klaka! Taktu þátt í léttum spurningaleik - vegleg verðlaun í boði!

Kúla býður gestum og gangandi í þrívíddarmyndatöku. Fyrsta fullbúna vara Kúlu, deeper, verður skellt framan á linsu venjulegrar SLR myndavélar til að taka þrívíddarmyndir og hugbúnaðurinn kúlacode vinnur þær og vistar á hvaða þrívíddarformi sem er.

Í RB básnum verða þáttökuseðlar þar sem hægt er að svara 3 laufléttum spurningum (Spurningarnar eru ú RB bækling sem verður á staðnum). Þátttökuseðlunum er síðan skilað í „Leikjakassa RB“ sem verður í básnum okkar. Síðan verður einn heppinn dreginn út og fær hann Ukulele gítar eða bongótrommur í verðlaun. Nafn verðlaunahafa verður verður svo birt á www.rb.is daginn eftir UT Messuna.

Ís-leikir ehf. verður með segulljóðasamkeppni þar sem keppt verður um bestu segulljóðin. Leikurinn er í samvinnu við Hótel Rangá, Við Tjörnina og Forlagið sem veita verðlaun. Til að taka þátt í keppninni þarftu að semja segulljóð með smáforritinu Segulljóð sem keyrir á iPad og iPhone og senda myndina af ljóðinu á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Hægt er að senda ljóð í tölvupósti beint í gegnum forritið. Í póstinum þarf að koma fram fullt nafn höfundar, netfang og símanúmer. Þátttakendur geta sent segulljóðin inn í gegnum eigin tæki eða kíkt í básinn okkar á UT-messunni og samið ljóðið þar. Hér sérðu nánari upplýsingar um leikinn