UTmessan er full af spennandi viðburðum sem sýna hversu fjölbreyttur og kraftmikill tæknigeirinn á Íslandi er. Markmiðið er að vekja áhuga á tölvu- og tæknigreinum sem framtíðarstarfi og taka öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins þátt í skemmtilegum viðburðum UTmessunnar. Hátíðin hefst á UTmessuvikunni, heldur svo áfram með ráðstefnudegi og endar á líflegum tæknidegi þar sem öllum er velkomið að mæta og gera sér glaðan dag!
Vikuna 3. - 6. febrúar 2025 - Út um allan bæ
Í vikunni fyrir UTmessuna bjóða tæknifyrirtækin upp á viðburði eða opið hús til að sýna hvað þau hafa uppá að bjóða.
Fjölbreytt dagskrá fyrir mismunandi aldurshópa. Fróðleikur fyrir almenning og frítt inn en mögulega þarf að skrá sig.
Föstudaginn 7. febrúar 2025 - Fyrir fagfólk í upplýsingatæknigeiranum
Ráðstefnudagurinn er fyrir þau sem vinna við eða hafa sérstakan áhuga á upplýsingatækni. Hér koma sérfræðingar saman til að ræða nýjustu tækni, lausnir og þróun. Á sýningarsvæðinu geturðu hitt helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins og skoðað allt það nýjasta í bransanum.
Upplýsingatækniverðlaun Ský eru afhent í lok dags.
Laugardaginn 8. febrúar 2025 - Fyrir okkur öll
Tæknidagurinn er sannkölluð hátíð fyrir öll sem vilja gera sér glaðan dag! Helstu tæknifyrirtæki landsins sýna hvað þau hafa fram að færa í stórglæsilegum básum. Hér getur þú prófað nýjustu tækni, tekið þátt í leikjum og getraunum og fengið innblástur fyrir það sem framtíðin ber í skauti sér.
Aðgangur að tæknideginum er ókeypis og bæði ungir sem aldnir eru hvattir til að mæta og upplifa töfra tækninnar.