Skip to main content
Tæknidagur    Tech Day

Laugardagur 8. febrúar 2025 | 11:00 - 16:00

Tæknidagurinn – fyrir okkur öll. Aðgangur að tæknideginum er ókeypis og bæði ungir sem aldnir eru hvattir til að mæta og upplifa töfra tækninnar.

Tæknidagurinn er sannkölluð hátíð fyrir öll sem vilja gera sér glaðan dag! Helstu tæknifyrirtæki landsins sýna hvað þau hafa fram að færa í stórglæsilegum básum. Hér getur þú prófað nýjustu tækni, tekið þátt í leikjum og getraunum og fengið innblástur fyrir það sem framtíðin ber í skauti sér.

Sýningar í Eldborg | Show in Eldborg

11:30 | 12:30 | 13:30 | 14:30
Töfrandi tækni með Lalla töframanni

LalliStórskemmtileg og fræðandi sýning fyrir unga sem aldna þar sem Lalli töframaður skoðar hvort það sé einhver raunverulegur munur á töfrum og tækni. Fullt af skemmtilegum töfrum í bland við vísindatilraunir, grín, gleði og hamingju.

Sýningin er á klukkutíma fresti fjórum sinnum yfir daginn. Lengd sýningar er 20 mínútur.

Öll velkomin - Frítt inn

Örfyrirlestrar í Kaldalóni | Presentations in Kaldalón

11:30 - 15:00
Iris Eva Gisladottir
11:30 Úps, hvað höfum við gert?
Íris E. Gísladóttir, Evolytes
Beatriz og Skuli
11:45 Stafrænt læsi til að stíga inn í gervigreindaröldina
Beatriz García, Huawai og Skúli B. Geirdal SAFT
Loftur Arni Bjorgvinsson
12:00 Gervigreind í skólastarfi, frá hugmyndum til hagnýtingar
Loftur Árni Björgvinsson, Fjölbrautaskóli Snæfellinga
Bjarni Thor Gislason
12:15 Gagnahugvekja
Bjarni Þór Gíslason, Gagnagúrú
Hjortur Sigurdsson
12:30 Fyrstu skref í innleiðingu gervigreindar
Hjörtur Sigurðsson, Mynstra
Jon Gunnar Thordarson
12:45 Tungumálið er lykillinn að samfélaginu - starfstengt íslenskunám fyrir vinnumarkaðinn!
Jón Gunnar Þórðarson, Bara tala
Heidrun Sigfusdottir
14:00 What a waste: the impact of fashion, data and AI on retail waste globally
Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir, Catecut
Asta Maack
14:15 From Landfill to Lifeline: Transforming E-Waste into Opportunity
Ásta Maack, Advania
Asta Sollilja Gudmundsdottir
14:30 Þar sem draumar verða að veruleika: Hlutverk KLAK í íslenskri nýsköpun
Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, KLAK-Icelandic Startups

Opið öllum á meðan húsrúm leyfir

Hönnunarkeppni HÍ | Silfurberg (B)

12:00
Hönnunarkeppni Háskóla Íslands er árlegur viðburður sem haldinn er af véla- og iðnaðarverkfræðinemum í HÍ. Keppendur láta róbóta sem þau hafa hannað og smíðað leysa ýmsar þrautir á sérútbúinni keppnisbraut.

Hægt að ganga inn og út að vild á meðan á keppninni stendur. 

Opið öllum á meðan húsrúm leyfir

Háskóli Íslands | Silfurberg (A)

11:00 - 16:00

Sjáðu og prófaðu tækninýjungar hjá Háskóla Íslands

  • Komdu og upplifðu framtíð menntunar! Upplifðu hvernig tækni og skapandi nálganir móta menntun framtíðarinnar
  • Íslandsmeistarar First LEGO League kynna þrautir með LEGO kubbum og forrituð vélmenni.
  • Hvaða áhrif hafa netárásir á innviði á Íslandi – fylgstu með atburðarásinni á LEGO módeli!
  • Teiknaðu á tölvu með stafrænum penna.
  • Myndir, myndbönd, tölvuleikir, allt um tölvugrafík! Nemendur í tölvugrafík sýna verkefni sín.
  • Nemendur í Team Spark sýna og fræða gesti um rafmagnsknúna kappakstursbílinn.
  • Hvað veist þú um netöryggi? Kynntu þér allt um netárásir, endurheimt glataðra gagna, netöryggi, svikapósta og fleira.
  • Vísindasmiðjan leiðir gesti inn í leyndardóma vísindanna. Tilraunir með hitamyndavél, smiðja í dulkóðun og margt fleira.
  • Sjáðu hvernig hægt er að stjórna byggingarkrönum með þráðlausum IoT-tækjum.
  • Komdu og sjáðu yfir 500 gagnvirk kort og hreyfimyndir sem sýna ólíkar hliðar á náttúru og mannlífi í heiminum okkar.
  • Taktu þátt í Hálendisleiknum! Í Hálendisleiknum er hægt að koma með hugmyndir að nýtingu lands á hálendinu og skoða hugmyndir annarra.
  • Kynntu þér allt um prjónavélar. Nemendur sýna hvernig hægt er að hanna stafræn mynstur, senda þau á prjónavél og prjóna fyrir viðstadda.
  • Miðstöð stafrænna hugvísinda og lista sýnir gestum þrívíddarskönnun, stafrænan lestur handskrifaðra skjala, sögulegt mann- og bæjatal og fleira tengt stafrænum hugvísindum og listum.
  • Komdu og sjáðu hvernig skammtatölvur og skammtatækni munu umbylta tölvutækni, samskiptum og skynjun.
  • Jöklagrafík: Sjónræn miðlun um hop jökla á Íslandi og notkun tölvugrafíkur til að skoða og segja sögu loftslagsbreytinga.
  • Skoðaðu Jökulsárlón og stórbýli sem lagðist í eyði við lok litlu ísaldar með hjálp sýndarveruleika.
  • Máltæknilausnir: Kynntu þér nýja tækni fyrir sjálfvirka greiningu á málsýnum.
  • Kynntu þér allt um verkefni og reynslu kvenna og kvára í tölvunarfræði við Háskóla Íslands.

Háskólinn í Reykjavík | Norðurljós

11:00 - 16:00

Sjáðu og prófaðu tækninýjungar á vegum Háskólans í Reykjavík

  • Stekkur þú jafn hátt og landsliðskona í handbolta?
  • Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin stór? Lukkuhjól HR
  • Gagnvirkt tölvugert þrívíddarlíkan sem býður upp á fyrstu persónu upplifun á vindmyllum í íslenskri náttúru.
  • Skema í HR mætir með fjörið á UTmessuna! Ýmislegt verður í boði fyrir gesti til að prófa og skapa. Gestir geta lært tölvuleikjaforritun, búið til sitt eigið rafhljóðfæri, spilað saman í Minecraft og leikið með forritunarleikföng sem eru notuð á námskeiðum Skema.
  • Fáðu þér sæti um borð í alvöru formúlubíl sem var hannaður og settur saman af nemendum í HR!
  • Prufaðu glænýja tölvuleiki sem nemendur bjuggu til í námskeiðinu Hönnun og þróun tölvuleikja.
  • Allt um netöryggi
  • Heilbrigðistæknisetur kynnir sýndarveruleika í tengslum við rannsóknir á hreyfiveiki
  • Lærðu að forrita með Systrum - hagsmunafélagi kvenna og kvára í Tölvunarfræði
  • Sprettur og fettur? Hvað hleypur þú hratt?
  • Gervigreind í heilbrigðisgeiranum - hvernig minnkum við pappirsvinnu?
  • Kynning á keppnisforritun, forritunarkeppni framhaldsskólanna, tölvunarfræðilegum þrautum og ólympíukeppnum í forritun.
  • Nákvæmari brjóskgreining á hné með nýjum mælikvörðum hjá heilbrigðissetri HR
  • Komdu og skoðaðu róbóta sem nemendur í HR hönnuðu og byggðu

Sýningarbásar fyrirtækja | Expo Area

Margt spennandi að finna hjá fyrirtækjunum á sýningarsvæðinu

OK: Kíktu á OK-básinn þar sem þú getur fræðst um Stafrænt Faðmlag, skoðað öflugustu gervigreindar fartölvu landsins og annan notendabúnað frá HP, tekið þátt í leik þar sem þú getur unnið HP EliteBook fartölvu og fengið ljósmynd af þér breytta með gervigreind, þar sem þú getur látið drauminn rætast – hvort sem þú vilt vera íþróttastjarna, ofurhetja, geimfari eða kúreki!

Origo: Kynntu þér hvernig tækni og öryggi vinna saman á Origo básnum. Í ár leggjum við sérstaka áherslu á öryggi og kynnum með stolti samstarf Origo og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, en Origo er aðalstyrktaraðili þeirra. Á básnum verður til sýnis spennandi tæknibúnaður sem sameinar tækni og öryggi á einstakan hátt. Til sýnis verður fjarstýrður björgunarhringur eins og er staðsettur við Reynisfjöru og á laugardeginum verður tæknivætt fjórhjól, drónabíll fyrir framan Hörpu og nýtt björgunarskip í höfninni frá 12:00-14:30, kíktu við á Origo básinn og fáðu aðgangsmiða til að skoða skipið.

Fortinet: Sýnum örugg netkerfi fyrir upplýsinga- og iðntölvukerfi. Jafnframt munum við sýna hvernig íslensk fyrirtæki og stofnanir geta hagnýtt gervigreind við rekstur, upplýsingaöflun og sjáflvirkum viðbrögðum við netárásum.

JBT Marel: Við í JBT Marel verða á UTmessunni til að sýna hvað það þýðir að umbreyta matvælavinnslu á heimsvísu með hátæknilausnum - nokkuð sem snertir okkur öll á hverjum degi. Við verðum einnig með skemmtilega heimatilbúna leiki og þrautir fyrir alla aldurshópa á básnum í ár. Komið og spreytið ykkur og spjallið við okkur um allt sem ykkur langar að vita um framtíð matvæla og tækni!

NetApp: Í básnum verður hægt að fræðast um sögu samstarfs NetApp og DreamWorks í gegnum tíðina, spila laufléttan gagnvirkan DreamWorks leik og svo verðum við með myndakassa!

RB: Komdu við í RB básnum og upplifðu einstakan vinnustað! Þú getur tekið þátt í skemmtilegum spurningarleik báða dagana og átt möguleika á að vinna glæsileg BOSE QC heyrnatól! Dregið verður úr réttum svörum mánudaginn 10. febrúar. Auk þess gefum við slap wrap endurskinsmerki fyrir gesti og veitum innsýn í allt sem þú vilt vita um starfsemi Reiknistofu bankanna. Komdu við, spjallaðu við okkur og taktu þátt í fjörinu!

Corsa: Kíktu á Corsa básinn til að kynnast tækninni á bak við skipulagningu viðburða eins og ráðstefnur, hlaup og hjólakeppnir. Á meðan UTmessan stendur yfir má nálgast afsláttarkóða hjá Corsa fyrir Norðurljósahlaupið, Miðnæturhlaupið og Reykjavíkurmaraþonið, stærsta hlaupaviðburð ársins á Íslandi.

Nova: Stilltu þér upp og farðu á hraðleið með okkur inn í framtíðina. Við bjóðum upp á framtíðarlega upplifun með myndarými sem leggur áherslu á morgundaginn og alla þá möguleika sem tæknin og framtíðin hafa upp á að bjóða. Taktu þátt í leik þar sem þú gætir unnið AirPods Max heyrnatól og spyrðu starfsfólkið okkar út í framtíðina!

Míla: Hraði sem segir 7. Básinn hjá Mílu verður á hraðaferð og við ætlum að  sýna kraftinn í sjöundu kynslóð Wi-Fi. Við verðum með glænýjan netbeini frá Nokia sem styður Wi-Fi og Lenovo Thinkpad fartölvu tengda til sýna aukinn hraða. Gestir á básnum geta keppt í kvartmílukeppni á tveimur þrekhjólum. Sá aðili sem bestum tíma nær á möguleika að vinna WiFi 7 netbeini fyrir heimilið.

Advise: Við hvetjum fólk til að kíkja á básinn okkar og þeir sem skrá sig á póstlista hafa tækifæri til að vinna 12 mánaða áskrift að hugbúnaðarlausninni okkar sem gefur stjórnendum meiri innsýn í reksturinn og betri yfirsýn til að greina bæði tækifærin og það sem betur mætti fara.

Alfreð: Verið velkomin í Giggó básinn en þar munu skemmtilegir giggarar leika á alls oddi og bjóða upp á skemmtun sem hentar allri fjölskyldunni. Þá gefst gestum kostur á því að kynnast appinu Giggó og taka þátt í geggjuðum gjafaleik. Við hlökkum til að sjá ykkur!

Wise: Vertu í skýjunum á UTmessunni og kíktu við á Wise básinn! Við verðum með skýjalausnir í sviðsljósinu og bjóðum gestum að taka þátt í skemmtilegum myndaleik þar sem hægt er að vinna gjafabréf í FlyOver Iceland. Boðið verður upp á candyflos milli kl. 13-16.

Ofar: Verið velkomin á bás Ofar. Gestir fá tækifæri til að skoða tæknibúnað okkar, spila tölvuleiki með Lenovo Legion gleraugum og taka þátt í lukkuleik þar sem sigurvegarinn hlýtur Bose QC Ultra heyrnartól.

Tarento: Discover Your AI Fortune at Tarento’s Booth! Curious what AI sees in your future? Step into Tarento’s AI Fortune Predictor experience and draw your personalized AI insight—whether you’re a tech visionary, curious learner, or a healthy skeptic. It's all about sparking ideas, conversations, and a bit of fun.  Will AI predict your next big breakthrough or a productivity hack you didn’t expect? Join us at the Tarento booth!

Miðeind: Sjáðu hvernig Miðeind stendur vörð um íslenska tungu í heimi tækninnar og gerir þér kleift að nota gervigreind fyrir íslensku á Málstað (málstaður.is)! Töfraðu fram meistaralegan texta á augabragði, breyttu tali í texta og fáðu svör við því sem þig hefur dreymt um að vita.