Skip to main content

Hvað er UTmessan og fyrir hver?

UTmessan er stærsta hátíð ársins fyrir öll sem hafa áhuga á tækni! Hún hefur verið haldin árlega síðan 2011 og sýnir hversu stór og fjölbreyttur tæknigeirinn er orðinn á Íslandi. Á UTmessunni koma saman helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins til að deila nýjungum, hvetja fólk til að kynnast iðnaðinum og sýna hvað tæknin getur gert fyrir daglegt líf.

UTmessan leggur áherslu á að upplýsingatækni hentar öllum, óháð aldri, kyni eða bakgrunni. Tæknigeirinn býður nefnilega upp á ótrúleg tækifæri og fjölbreytt störf fyrir öll sem vilja prófa eitthvað spennandi!

Ráðstefnudagur – fyrir fagfólk í upplýsingatæknigeiranum:
Ráðstefnudagurinn er fyrir þau sem vinna við eða hafa sérstakan áhuga á upplýsingatækni. Hér koma sérfræðingar saman til að ræða nýjustu tækni, lausnir og þróun. Á sýningarsvæðinu geturðu hitt helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins og skoðað allt það nýjasta í bransanum.

Tæknidagur – fyrir okkur öll:
Tæknidagurinn er sannkölluð hátíð fyrir öll sem vilja gera sér glaðan dag! Helstu tæknifyrirtæki landsins sýna hvað þau hafa fram að færa í stórglæsilegum básum. Hér getur þú prófað nýjustu tækni, tekið þátt í leikjum og getraunum og fengið innblástur fyrir það sem framtíðin ber í skauti sér.
Aðgangur að tæknideginum er ókeypis og bæði ungir sem aldnir eru hvattir til að mæta og upplifa töfra tækninnar.

Hvert er markmið UTmessunnar?
UTmessan vill vekja áhuga á tölvu- og tæknigreinum, tengja fræðin atvinnulífinu og sýna mikilvægi tækninnar á öllum sviðum lífsins. Markmiðið er að fleiri velji sér nám og störf í tæknigeiranum – því framtíðin er byggð á tækni.

Hver taka þátt?
Á sýningarsvæði UTmessunnar eru fyrirtæki sem leiða tölvugeirann, bæði á Íslandi og á alþjóðavettvangi. Fyrirtækin koma saman til að sýna hversu fjölbreytt og spennandi störf í tæknigeiranum eru og hvetja sem flest til að taka þátt í þessum öfluga og skapandi heimi.

KeyDates

Að UTmessunni stendur Ský í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands.

Í undirbúningsnefnd eru:

Fyrir hönd Ský:
Arnheiður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri UTmessunnar og Ský
Linda Björk Bergsveinsdóttir, verkefnastjóri hjá Ský

Samstarfsaðilar:
Háskólinn í Reykjavík
Háskóli Íslands

Upplýsingar til fjölmiðla:
Arnheiður Guðmundsdóttir arnheidur@sky.is 

Hafðu samband við sky@sky.is eða í síma 553-2460 ef þig vantar nánari upplýsingar.

Ský eru óháð félagasamtök þeirra sem vinna við eða hafa áhuga á upplýsingatækni.  Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða ("non-profit") .

Upplýsingatæknimessan og UTmessan eru skráð vörumerki hjá Hugverkastofnunni og eru í eigu Skýrslutæknifélags Íslands. Öll notkun og vísun í vörumerkin er óheimil án sérstaks leyfis eiganda. Í því felst m.a. réttur sem settur er í vörumerkjalögum (sjá lög um vörumerki nr. 45/1997 með síðari breytingum) gefur eiganda vörumerkis einkarétt á að nota merkið hér á landi og getur hann þá bannað öðrum að nota í atvinnustarfsemi merki sem eru eins eða lík vörumerki hans. Nánari uppl: https://www.hugverk.is/trademark/v0087032


Yfirlit yfir fyrri UTmessur