Skip to main content

Hvað er UTmessan og fyrir hver?

UTmessan er stærsta hátíð ársins fyrir öll sem hafa áhuga á tækni! Hún hefur verið haldin árlega síðan 2011 og sýnir hversu stór og fjölbreyttur tæknigeirinn er orðinn á Íslandi. Á UTmessunni koma saman helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins til að deila nýjungum, hvetja fólk til að kynnast iðnaðinum og sýna hvað tæknin getur gert fyrir daglegt líf.

UTmessan leggur áherslu á að upplýsingatækni hentar öllum, óháð aldri, kyni eða bakgrunni. Tæknigeirinn býður nefnilega upp á ótrúleg tækifæri og fjölbreytt störf fyrir öll sem vilja prófa eitthvað spennandi!

Ráðstefnudagur – fyrir fagfólk í upplýsingatæknigeiranum:
Ráðstefnudagurinn er fyrir þau sem vinna við eða hafa sérstakan áhuga á upplýsingatækni. Hér koma sérfræðingar saman til að ræða nýjustu tækni, lausnir og þróun. Á sýningarsvæðinu geturðu hitt helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins og skoðað allt það nýjasta í bransanum.

Tæknidagur – fyrir okkur öll:
Tæknidagurinn er sannkölluð hátíð fyrir öll sem vilja gera sér glaðan dag! Helstu tæknifyrirtæki landsins sýna hvað þau hafa fram að færa í stórglæsilegum básum. Hér getur þú prófað nýjustu tækni, tekið þátt í leikjum og getraunum og fengið innblástur fyrir það sem framtíðin ber í skauti sér.
Aðgangur að tæknideginum er ókeypis og bæði ungir sem aldnir eru hvattir til að mæta og upplifa töfra tækninnar.

Hvert er markmið UTmessunnar?
UTmessan vill vekja áhuga á tölvu- og tæknigreinum, tengja fræðin atvinnulífinu og sýna mikilvægi tækninnar á öllum sviðum lífsins. Markmiðið er að fleiri velji sér nám og störf í tæknigeiranum – því framtíðin er byggð á tækni.

Hver taka þátt?
Á sýningarsvæði UTmessunnar eru fyrirtæki sem leiða tölvugeirann, bæði á Íslandi og á alþjóðavettvangi. Fyrirtækin koma saman til að sýna hversu fjölbreytt og spennandi störf í tæknigeiranum eru og hvetja sem flest til að taka þátt í þessum öfluga og skapandi heimi.

KeyDates

Að UTmessunni stendur Ský í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands.

Í undirbúningsnefnd eru:

Fyrir hönd Ský:
Arnheiður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri UTmessunnar og Ský
Linda Björk Bergsveinsdóttir, verkefnastjóri hjá Ský

Samstarfsaðilar:
Háskólinn í Reykjavík
Háskóli Íslands

Upplýsingar til fjölmiðla:
Arnheiður Guðmundsdóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Hafðu samband við This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 553-2460 ef þig vantar nánari upplýsingar.

Ský eru óháð félagasamtök þeirra sem vinna við eða hafa áhuga á upplýsingatækni.  Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða ("non-profit") .

Upplýsingatæknimessan og UTmessan eru skráð vörumerki hjá Hugverkastofnunni og eru í eigu Skýrslutæknifélags Íslands. Öll notkun og vísun í vörumerkin er óheimil án sérstaks leyfis eiganda. Í því felst m.a. réttur sem settur er í vörumerkjalögum (sjá lög um vörumerki nr. 45/1997 með síðari breytingum) gefur eiganda vörumerkis einkarétt á að nota merkið hér á landi og getur hann þá bannað öðrum að nota í atvinnustarfsemi merki sem eru eins eða lík vörumerki hans. Nánari uppl: https://www.hugverk.is/trademark/v0087032


Yfirlit yfir fyrri UTmessur