Rúmlega þúsund gestir koma á ráðstefnu UTmessunnar og er það allt fólk sem tengist tölvu- og tæknigeiranum á einhvern hátt. Á tæknideginum er opið fyrir almenning og hafa um 8.000 - 10.000 manns mætt á sýningarsvæðið síðustu árin.
SVINDLPÓSTAR: Við vörum við svikapóstum þar sem reynt er að selja lista og aðili þykist vera tengdur UTmessunni. VIÐ SELJUM ENGA ÞÁTTTAKENDALISTA!
Skilmálar
Sýnendur skuldbinda sig til að virða tímasetningar og hlíta reglum sem fram koma hér á síðunni.
Uppsetning sýningarsvæðisins skal vera lokið ÁÐUR en ráðstefna hefst.
Koparbásar skulu teknir niður strax eftir kokteilinn í lok ráðstefnudags og allt dót fjarlægt úr Hörpu.
Taka skal niður bása strax eftir lokun á laugardeginum (alls ekki fyrr þar sem fólk er að koma í húsið alveg fram að lokun). Skilja skal vel við svæðið og setja rusl í ruslagáma eða taka með.
Bás má ekki lána eða leigja til þriðja aðila.
Hver sýnandi tilgreinir EINN tengilið við UTmessuna og ber hann ábyrgð á upplýsingagjöf sem viðkemur sýningaraðild til sinna samstarfsfélaga og samstarfsaðila svo sem auglýsingastofa og uppsetningaaðila.
Greiðslur og afbókanir
Reikningur fyrir sýningaraðild er sendur út í byrjun janúar. Greiða þarf 50% gjald ef afbókað er eftir 1. desember til 31. desember 2025. Eftir það er fullt gjald rukkað þó hætt sé við.
Ef UTmessan hættir við að halda viðburðinn mun endurgreiðsla fara fram.
UTmessan og Ský bera enga fjárhagslega ábyrgð á skuldbindingum sýnenda fari svo að aflýsa þurfi viðburðinum.
Ef básar (nema Koparbásar) eru ekki opnir báða dagana verður viðkomandi sektaður um 500.000 krónur.
Tímasetningar
Sýningarsvæðið er opið bæði föstudag og laugardag og er skylda að hafa básana mannaða á opnunartíma (nema Koparbása).
Fimmtudagur:
9:00-16:00 Uppsetning sýningarsvæðis á 1. hæð og Eyri á 2. hæð
9:00-16:00 Afhending sýningarpassa á upplýsingaborði UTmessunnar í Hörpu
12:00-16:00 Æfing fyrirlesara í ráðstefnusal
Laugardagur:
10:30 Mæting starfsmanna í sýningarbása
11:00-16:00 Opið fyrir almenning
16:00-17:00 Sýningarbásar fjarlægðir.
Skilja skal vel við svæðið og setja rusl í ruslagáma
Básar og búnaður
Úthlutað sýningarpláss er einungis gólfpláss með aðgang að rafmagni og þráðlausu neti (Wi-Fi). Öryggisgæsla er á svæðinu utan opnunartíma á fimmtudegi til laugardagsmorguns.
- Platínum: 8*2 metrar
- Gull: 5*2 metrar
- Silfur, Brons, Kopar: 3*2 metrar
- Sproti: 2*2 metrar
Hámarkshæð bása er 3 metrar.
Sýningaraðilar útvega sjálfir það sem á að vera í básnum s.s. stóla, borð, bakveggi, fjöltengi, merkingar og annað. Hægt er að leigja búnað hjá nokkrum aðilum t.d. Sýningarkerfi, Merking, EXTON, RECON og Hörpu.
Sýningaraðilar skulu taka tillit til hvors annars, stilla hávaða í hóf og sýna fagmennsku í samskiptum við aðra sýnendur. Virðið nágranna ykkar á sýningarsvæðinu og setjið ekki dót yfir á þeirra svæði. Skiljið ekki eftir verðmæta smáa hluti óvaktaða milli daga.
Aðgöngupassar
- Platínum: 4 sýningarpassar og 6 ráðstefnupassar
- Gull: 3 sýningarpassar og 4 ráðstefnupassar
- Silfur: 2 sýningarpassar og 1 ráðstefnupassi
- Brons, Kopar, Sproti: 2 sýningarpassar (enginn ráðstefnupassi)
- Aðgangur að sýningarsvæði á föstudeginum ásamt mat, kaffi og kokteil
- Gildir ekki í ráðstefnusali
- Skráður á fyrirtæki/kaupanda
- Gildir fyrir handhafa og getur gengið á milli starfsmanna í sýningarbásnum á ráðstefnudegi
- Hægt að kaupa fleiri sýningarpassa en fylgja aðild ef sýnendur vilja hafa fleiri á sýningarsvæðinu eða í kokteilnum
- Aðgangur að ráðstefnu, sýningarsvæði, mat, kaffi og kokteil
- Skráður á nafn og gildir eingöngu fyrir þann aðila
- Til að nýta inniföldu ráðstefnupassana verða sýningaraðilar að skrá alla sem ætla að vera á ráðstefnunni í gegnum ráðstefnuskráningarformið á sama hátt og aðra ráðstefnugesti áður en skráningu lýkur eða það er uppselt
- Einungis verður rukkað er fyrir ráðstefnupassa sem eru umfram þá sem eru innifaldir í sýningaraðildinni
- Sýningaraðilar fá engin sérstök afsláttarkjör af ráðstefnugjaldinu en skráðir félagar í Ský fá afslátt af ráðstefnupassanum
Básinn og starfsmenn í básum
Sýningaraðilar skulu hafa í huga að þetta er tæknisýning og mælt er með að kynna og gefa tæknidót í stað sælgætis og matar. Getraunir og leikir trekkja að básunum og gerir sýninguna lifandi og skemmtilega.
Óheimilt er að koma með aðkeypt áfengi í Hörpu. Hægt er að kaupa áfengi beint af veitingadeild Hörpu og fá afhent kalt í básinn. Nánari upplýsingar hjá
Aðrar veitingar eru leyfðar í hófi og skal forðast að hafa veitingar sem geta lekið eða skilið eftir rusl út um allt (t.d. krap og popp). Sýnendur eru beðnir að hafa eigin ruslafötur í básnum séu veitingar með umbúðir.
Föstudagur: Starfsmenn þurfa sýningar- eða ráðstefnupassa til að komast inn á sýningarsvæðið. Veitingar í matar- og kaffihléum ásamt kokteilnum eru innifaldar fyrir alla með passa.
Laugardagur: Sýningarsvæðið er opið öllum og ekki þarf passa inná svæðið. Starfsmenn bása fá aðgang að rými þar sem boðið er upp á kaffi til að hvíla sig aðeins frá amstrinu en að öðru leyti verða sýningaraðilar að sjá sjálft um í mat og drykk.