3. febrúar til 6. febrúar 2025
Slökkt var á gömlu Innskráningarþjónustu island.is í október eftir 10 ára rekstur. Við hjá Ambögu nýttum okkur tækifærið og gerðum nokkra vefi þar sem markmiðið er að misnota veikleika sem komu ítrekað upp við innleiðingu þjónustunnar. Ný þraut verður gefin út á hverjum degi UTmessu vikunnar. Margt er hægt að læra af „gömlum“ veikleikum, því eins og tískan þá fara þeir líka í hringi. Þeir sem leysa allar þrautirnar fara í verðlaunapott.