Laugardagur 7. febrúar 2026 | 11:00 - 16:00
Tæknidagurinn – fyrir okkur öll. Aðgangur að tæknideginum er ókeypis og bæði ungir sem aldnir eru hvattir til að mæta og upplifa töfra tækninnar.
Tæknidagurinn er sannkölluð hátíð fyrir öll sem vilja gera sér glaðan dag! Helstu tæknifyrirtæki landsins sýna hvað þau hafa fram að færa í stórglæsilegum básum. Hér getur þú prófað nýjustu tækni, tekið þátt í leikjum og getraunum og fengið innblástur fyrir það sem framtíðin ber í skauti sér.
Sýningar í Eldborg | Show in Eldborg
Öll velkomin - Frítt inn
Örfyrirlestrar í Kaldalóni | Presentations in Kaldalón

Fjallað um rannsókn á gervigreindarnotkun framhaldsskólanemenda með taugaþroska-raskanir og hvernig skólakerfið getur stutt við sjálfstæði þessara nemenda í námi.
Andrea Ævarsdóttir, Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn

Á meðan einmanaleiki eykst og tækniþróun virðist plástra vandann – byggjum við upp lausnir sem hvetja fólk til að setja samveru, upplifun og vellíðan í forgang.
Elfa Arnardóttir, Nova

Opnaðu fyrir ný tækifæri með gervigreind
Hulda Ragnheiður Árnadóttir, Náttúruhamfaratrygging Íslands

Frá eldsumbrotum til umferðarhávaða og allt þar á milli.
Ásta Kristín Óladóttir, Náttúrufræðistofnun
Opið öllum á meðan húsrúm leyfir
Hönnunarkeppni HÍ | Silfurberg (B)
Hægt að ganga inn og út að vild á meðan á keppninni stendur.
Opið öllum á meðan húsrúm leyfir
Háskóli Íslands | Silfurberg (A)
Sjáðu og prófaðu tækninýjungar hjá Háskóla Íslands
Hvernig lítur heimurinn okkar út? Komdu og sjáðu yfir 500 gagnvirk kort og hreyfimyndir sem sýna ólíkar hliðar á mannlífi og náttúru heimsins.
Samfélagsskjár ÍSKOS: Sjáðu hvernig traust til stjórnmálafólks og ánægja með lýðræði hefur þróast síðustu 40 ár eftir lykilþáttum eins og búsetu, aldri og menntun.
Augliti til auglitis: Skjámiðlar koma ekki í stað beinna samskipta sem eru undirstaða velsældar einstaklingsins og samfélagsins. Komdu og upplifðu náttúrulega félagslega töfra og horfðu í augu annarrar manneskju án stafrænna milliliða!
Tölvusýn inn í mannsheilann: Sjáðu hvernig þrívíddarprentuð heilalíkön sýna breytingar í heilanum tengdar taugahrörnunarsjúkdómum.
Skoðaðu fornmuni með sýndarveruleikagleraugum og prófaðu að skanna muni í þrívídd: Miðstöð stafrænna hugvísinda og lista sýnir hvernig fornmunir eru þrívíddarskannaðir og gestir geta skoðað þá með sýndarveruleikagleraugum.
Hvaða áhrif hafa netárásir á innviði á Íslandi? Fylgstu með atburðarásinni í rauntíma á LEGO módeli!
Hvað eru stafrænir tvíburar og til hvers eru þeir? Kynntu þér allt um stafræna tvíbura og hvernig þeir eru búnir til.
Myndir, myndbönd, tölvuleikir, allt um tölvugrafík! Nemendur í tölvugrafík sýna verkefni sín.
Rafmagnsknúinn kappakstursbíll: Nemendur í Team Spark sýna og fræða gesti um rafmagnsknúna kappakstursbílinn sem þeir smíðuðu sjálfir!
Kynntu þér allt um verkefni og reynslu kvenna og kvára í tölvunarfræði við Háskóla Íslands.
Kortlagning landslagsins: Komdu og kynntu þér hvernig jarðfræðingar nýta dróna og þrívíddarlíkön til að greina landslagið.
Kynntu þér lífshlaup jökla: Gestir fá innsýn í falinn heim Vatnajökuls og geta meðal annars stigið inn í íshelli með hjálp sýndarveruleika – jökulbláminn og óvænt atburðarás opnast fyrir gestum undir leiðsögn hrafnsins Krumma
Er hægt að finna vísbendingar um raskanir og sjúkdóma í upptökum af tali fólks? ALDA: Klínísk málsýnagreining kynnir nýja veflausn sem greinir málsýni sjálfvirkt. Gestir fá að prófa lausnina og sjá hvernig tal þeirra er afritað og greint sjálfvirkt.
Hvað veist þú um gervigreind og gagnavísindi? Fulltrúar frá Gervigreindarsetri Háskóla Íslands fræða gesti um starf setursins.
Háskólinn í Reykjavík | Norðurljós
Gestum og gangandi gefst einstakt tækifæri á að sjá og prófa tækninýjungar og hitta vísindafólkið okkar sem starfar við Háskólann í Reykjavík. Ekki missa af því að skyggnast inn í heim nýjustu tækni og vísinda.
Vinnur þú Minecraft keppnina hjá Skema? Láttu á það reyna og kynntu þér um leið spennandi tækninámskeið í boði hjá Skema.
Hversu hratt kemstu? Mæling á hraða á sérstakri hraðabraut frá íþróttafræðideild HR.
Býr kappaksturskappi í þér? Prófaðu alvöru formúlubíl sem var hannaður og settur saman af nemendum í HR.
Hvað veistu um forritun? RU Systur, hagsmunafélag kvenna og kvára í tölvunarfræði, sjá um forritunarkennslu fyrir börn.
Heilsa í framtíðinni - kynntu þér allt það nýjasta í heilbrigðistækni sem verið er að rannsaka og þróa við heilbrigðistæknisetur HR.
Tölvuleikjahönnun - prófaðu þrjá, nýja tölvuleiki, hannaða af nemendum við tölvunarfræðideild HR.
Viltu fræðast um netöryggi? Rannsóknir á vegum Frostbyte kynntar.
Umhverfissálfræði , þrívíddartækni og umhverfissálfræði - upplifðu sálfræn áhrif umhverfis með þrívíddartækni.
Keppnisforritunarfélag Íslands kynnir starfsemi sína.
Áhrifaríkt verkfæri í íslenskukennslu - Nýrómur gerir framburðarþjálfun aðgengilega hvar og hvenær sem er, með tafarlausri og nákvæmri endurgjöf.
Sýningarbásar fyrirtækja | Expo Area
Palo Alto Networks: Freshly squeezed security! 🍊 Join Palo Alto Networks at UTmessan for a hands-on hacking challenge. Can you outsmart our juice presser? Come for the exploit, stay for the juice. See you at the station!