Tæknidagur
Tech Day
Laugardagur 7. febrúar 2026 | 11:00 - 16:00
Tæknidagurinn – fyrir okkur öll. Aðgangur að tæknideginum er ókeypis og bæði ungir sem aldnir eru hvattir til að mæta og upplifa töfra tækninnar.
Tæknidagurinn er sannkölluð hátíð fyrir öll sem vilja gera sér glaðan dag! Helstu tæknifyrirtæki landsins sýna hvað þau hafa fram að færa í stórglæsilegum básum. Hér getur þú prófað nýjustu tækni, tekið þátt í leikjum og getraunum og fengið innblástur fyrir það sem framtíðin ber í skauti sér.
Sýningar í Eldborg | Show in Eldborg
Tanmay Bakshi
AI & Software Systems Architect, IBM
Öll velkomin - Frítt inn
Örfyrirlestrar í Kaldalóni | Presentations in Kaldalón
Tækni til valdeflingar
Andrea Ævarsdóttir, Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
Andrea Ævarsdóttir, Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
Getur tækni leyst það sem tækni hefur brotið?
Elfa Arnardóttir, Nova
Elfa Arnardóttir, Nova
Látum ekki unga fólkið eitt um Ai
Hulda Ragnheiður Árnadóttir, Náttúruhamfaratrygging Íslands
Hulda Ragnheiður Árnadóttir, Náttúruhamfaratrygging Íslands
Opið öllum á meðan húsrúm leyfir
Hönnunarkeppni HÍ | Silfurberg (B)
12:00
Hönnunarkeppni Háskóla Íslands er árlegur viðburður sem haldinn er af véla- og iðnaðarverkfræðinemum í HÍ. Keppendur láta róbóta sem þau hafa hannað og smíðað leysa ýmsar þrautir á sérútbúinni keppnisbraut.
Hægt að ganga inn og út að vild á meðan á keppninni stendur.
Opið öllum á meðan húsrúm leyfir
Háskóli Íslands | Silfurberg (A)
11:00 - 16:00
Sjáðu og prófaðu tækninýjungar hjá Háskóla Íslands
Háskólinn í Reykjavík | Norðurljós
11:00 - 16:00
Sjáðu og prófaðu tækninýjungar á vegum Háskólans í Reykjavík
Sýningarbásar fyrirtækja | Expo Area
Margt spennandi að finna hjá fyrirtækjunum á sýningarsvæðinu