Skip to main content

Viltu brillera í básnum?

Upphitun fyrir UTmessuna með Maríu Ellingsen

UTmessan er haldin í febrúar ár hvert og hana heimasækja um 10.000 manns.  Þetta er gríðarlegt tækifæri fyrir tæknigeirann til að kynna sína starfsemi, vörutilboð og atvinnutækifæri. Það byggir þó allt á því að gestgjafarnir í básunum nái að tengja við gestina og spjalla við þá svo þeir fari þaðan með aukin áhuga en ekki bara penna eða nammi. 

Þetta getur verið stressandi hlutverk fyrir gestgjafann og því viljum við bjóða ykkur að koma í skemmtilega upphitun þar sem María mun deila með ykkur helstu trixum leikarans í að koma fram og miðla. Þú færð aukið sjálfstraust í að taka á móti gestum, efla hróður fyrirtækisins og kveikja áhuga hjá tæknifólki framtíðarnnar. 

Frábært tækifæri til að koma sér í gírinn til að brillera í básnum

Boðið er upp á nokkrar tímasetningar og komast aðeins 25 á hvert námskeið.

  • 27. - 31. janúar 2025

  • Nokkrar tímasetningar í boði

  • Verð: 20.000 kr.

  • Engjateigur 9, 105 Reykjavík
    Salur í kjallara
    (Verkfræðingahúsið)
Skráðu þig og veldu þá tímasetningu sem hentar:
Nafn þátttakanda verður að vera skráð
(Name of participant must be registered)
Kennitala þátttakanda (einstaklings) verður að vera 10 tölustafir (án bandstriks) og vera gild kennitala
(Participant Icelandic Social Sec. number must be registered and valid - 10 digits without hyphens)
Netfang er ekki gilt
(Email address not valid)
Invalid Input
Nafn greiðanda/fyrirtækis verður að vera skráð
(Name of payer/company missing)
Kennitala greiðanda/fyrirtækis verður að vera 10 tölustafir (án bandstriks) og vera gild kennitala
(Payer/company Icelandic Social Sec. Number must be valid and 10 digits without hyphens)
Vinsamlega veldu námskeið sem þú óskar eftir

Allir sem skrá sig fara á póstlista Ský með þvi netfangi sem gefið er upp.
Upplýsingar um hvaða persónugreinanlegu gögn eru geymd og í hvaða tilgangi er að finna í persónuverndarstefnu Ský