DUST 514 - 8. og 9. febrúar 2013
CCP býður öllum Íslendingum að koma í Norðurljósasal Hörpu 8. – 9. febrúar og prufa nýjasta leikinn, DUST 514 á PS3, á einni af 32 tölvum í stórum orrustum allan daginn.
DUST 514 er nýjasti tölvuleikurinn frá CCP og er sá fyrsti í heiminum sem tengist öðrum tölvuleik, EVE Online tölvuleikinn.
Norðurljós verða opin báða daganna fyrir alla sem vilja og ekki þarf að skrá sig fyrirfram.
10:00 - 18:00 föstudaginn 8. febrúar
10:00 - 16:00 laugardaginn 9. febrúar
Nokkrir heppnir einstaklingar sem prufa DUST 514 eiga möguleika á að vinna PS3. DUST 514 er frír til niðurhals á PS3 en er einmitt þessa stundinda í opinni beta prufun.
Heimasíða DUST 514