Raspberry Pi - Laugardagur 9. febrúar 2013
Hvernig er hægt að nota 7.500 króna Raspberry Pi tölvu og tengjast við tölvuský?

Við ætlum að bjóða gestum á UTmessunni að spila leikinn MineCraft í skýinu og kynna hvernig það er gert. Það verða fjórar Rasberry Pi tölvur tengdar við Tölvuský GreenQloud og allir fá að prófa.
Sérfræðingar frá GreenQloud verða á staðnum til að aðstoða og svara spurningum gesta.
Það er tilvalið að líta við í Silfurbergi, kynnast möguleikunum og prófa að leika sér í boði GreenQloud og UTmessunnar.