Skip to main content

Dagskrá UTmessunnar 2013

UTmessan 2013 felur í sér marga viðburði og allir styðja þeir við markmið UTmessunnar sem er að sýna hve stór og fjölbreyttur tölvugeirinn á Íslandi er með það að markmiði að fjölga þeim sem velja sér tölvu- og tæknigreinar sem framtíðarstarfsvettvang. Öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins taka þátt í viðburðum UTmessunnar. 

Föstudagurinn 8. febrúar - fyrir tölvufólk: 

Ráðstefna fyrir fagfólk og aðra áhugamenn um upplýsingatækni. Á ráðstefnunni verða 8 þemalínur í 4 sölum Hörpunnar.  Mikill metnaður er hjá undirbúningsnefndinni og munu margir færir erlendir og innlendir fyrirlesarar stíga á stokk á ráðstefninni. Fjöldi fyrirtækja hefur skráð sig á sýningarsvæðið í opnu rými á fyrstu hæð Hörpunnar og verður það opið ráðstefnugestum allan daginn.

Laugardagurinn 9. febrúar - ókeypis upplifun fyrir almenning:

Sýning tölvu- og tæknifyrirtækja verður opin allan daginn og kostar ekkert inn. Örkynningar og fræðsla í gangi í sölum á 1. hæð í Hörpunni um ýmislegt sem tengist daglegu lífi og upplýsingatækni. Einnig verða alls kyns getraunir og leikir í gangi og hægt að fá aðstoð tæknimanna við ýmis vandamál sem tengjast upplýsingatækni. Hægt verður að prófa tölvuleiki eins og DUST 514, fylgjast með ungum forriturum leysa verkefni í "hackathon", prófa að forrita með leiðsögn tölvufólks og margt fleira skemmtilegt verður í boði til að svipta af hulunni af dulúð tölvuheimsins, bæði fyrir börn og fullorðna. Sýningin er ætluð almenningi, konum og körlum, stelpum og strákum, ungum sem öldnum.

Dagskrá 8. febrúar

Ráðstefna - lokuð:

8:30 - 16:30
Ráðstefna fagfólks í UT í Silfurbergi A og B, Rímu og Kaldalóni

8:30 - 18:00    
Sýningarbásar helstu tölvu- og tæknifyrirtækja landsins á fyrstu hæð Hörpunnar

16:30 - 18:00  
Messuvín í boði Ský og GreenQloud á sýningarsvæði UTmessunnar á fyrstu hæð fyrir ráðstefnugesti (opið ráðstefnugestum)

16:30 - 16:45  
Afhending UT verðlauna Ský 2013, forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson

Aðrir viðburðir - opnir:

17:00 - 18:00  Afhending íslensku vefverðlauna SVEF í Eldborg 

10:00 - 18:00  DUST 514 orrusta á vegum CCP í Norðurljósum 

Bendum á að frítt er í bílastæðahús Hörpunnar fyrir gesti UTmessunnar á meðan húsrúm leyfir

 

Dagskrá 9. febrúar - ókeypis og opið öllum frá kl. 10 - 16:

Hvetjum alla til að mæta með fjölskylduna og eiga fróðlega stund með tölvufólki landsins.

Sýningarbásar helstu tölvu- og tæknifyrirtækja landsins á fyrstu hæð Hörpunnar

APPmessa Microsoft - APP keppni í Rímu á fyrstu hæð á vegum Microsoft Ísland

Örmessa - Fróðleg erindi um tölvutækni í Kaldalóni á heila og hálfa tímanum 

DUST 514 orrusturá vegum CCP í Norðurljósum

"Hackathon" á vegum Ský, Háskólans í Reykjavík, Hugsmiðjunnar og GreenQloud í Silfurbergi A

Prófaðu að forrita með aðstoð barna og SKEMA í Silfurbergi B

Kíktu á vinnustofu hjá LornaLab og sjáðu skemmtilega nálgun á tölvutækni í Silfurbergi B

Spilaðu Minecraft með örsmáum Raspberry Pi tölvum með aðstoð starfsmanna GreenQloud í Silfurbergi B

Bendum á að frítt er í bílastæðahús Hörpunnar fyrir gesti UTmessunnar á meðan húsrúm leyfir

 

CCP býður öllum Íslendingum að koma í Norðurljósasal Hörpu  8. – 9. febrúar og prufa nýjasta leikinn, DUST 514 á PS3, á einni af 32 tölvum í stórum orrustum allan daginn.
Nokkrir heppnir einstaklingar sem prufa DUST 514 eiga möguleika á að vinna PS3. DUST 514 er frír til niðurhals á PS3 en er einmitt þessa stundinda í opinni beta prufun.