Dagskrá UTmessunnar 2013
UTmessan 2013 felur í sér marga viðburði og allir styðja þeir við markmið UTmessunnar sem er að sýna hve stór og fjölbreyttur tölvugeirinn á Íslandi er með það að markmiði að fjölga þeim sem velja sér tölvu- og tæknigreinar sem framtíðarstarfsvettvang. Öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins taka þátt í viðburðum UTmessunnar.
Föstudagurinn 8. febrúar - fyrir tölvufólk:
Ráðstefna fyrir fagfólk og aðra áhugamenn um upplýsingatækni. Á ráðstefnunni verða 8 þemalínur í 4 sölum Hörpunnar. Mikill metnaður er hjá undirbúningsnefndinni og munu margir færir erlendir og innlendir fyrirlesarar stíga á stokk á ráðstefninni. Fjöldi fyrirtækja hefur skráð sig á sýningarsvæðið í opnu rými á fyrstu hæð Hörpunnar og verður það opið ráðstefnugestum allan daginn.
Laugardagurinn 9. febrúar - ókeypis upplifun fyrir almenning:
Sýning tölvu- og tæknifyrirtækja verður opin allan daginn og kostar ekkert inn. Örkynningar og fræðsla í gangi í sölum á 1. hæð í Hörpunni um ýmislegt sem tengist daglegu lífi og upplýsingatækni. Einnig verða alls kyns getraunir og leikir í gangi og hægt að fá aðstoð tæknimanna við ýmis vandamál sem tengjast upplýsingatækni. Hægt verður að prófa tölvuleiki eins og DUST 514, fylgjast með ungum forriturum leysa verkefni í "hackathon", prófa að forrita með leiðsögn tölvufólks og margt fleira skemmtilegt verður í boði til að svipta af hulunni af dulúð tölvuheimsins, bæði fyrir börn og fullorðna. Sýningin er ætluð almenningi, konum og körlum, stelpum og strákum, ungum sem öldnum.
Dagskrá 8. febrúarRáðstefna - lokuð:8:30 - 16:30 8:30 - 18:00 16:30 - 18:00 16:30 - 16:45 Aðrir viðburðir - opnir:17:00 - 18:00 Afhending íslensku vefverðlauna SVEF í Eldborg 10:00 - 18:00 DUST 514 orrusta á vegum CCP í Norðurljósum Bendum á að frítt er í bílastæðahús Hörpunnar fyrir gesti UTmessunnar á meðan húsrúm leyfir |
|
Dagskrá 9. febrúar - ókeypis og opið öllum frá kl. 10 - 16:Hvetjum alla til að mæta með fjölskylduna og eiga fróðlega stund með tölvufólki landsins. Sýningarbásar helstu tölvu- og tæknifyrirtækja landsins á fyrstu hæð Hörpunnar APPmessa Microsoft - APP keppni í Rímu á fyrstu hæð á vegum Microsoft Ísland Örmessa - Fróðleg erindi um tölvutækni í Kaldalóni á heila og hálfa tímanum DUST 514 orrusturá vegum CCP í Norðurljósum "Hackathon" á vegum Ský, Háskólans í Reykjavík, Hugsmiðjunnar og GreenQloud í Silfurbergi A Prófaðu að forrita með aðstoð barna og SKEMA í Silfurbergi B Kíktu á vinnustofu hjá LornaLab og sjáðu skemmtilega nálgun á tölvutækni í Silfurbergi B Spilaðu Minecraft með örsmáum Raspberry Pi tölvum með aðstoð starfsmanna GreenQloud í Silfurbergi B Bendum á að frítt er í bílastæðahús Hörpunnar fyrir gesti UTmessunnar á meðan húsrúm leyfir |
CCP býður öllum Íslendingum að koma í Norðurljósasal Hörpu 8. – 9. febrúar og prufa nýjasta leikinn, DUST 514 á PS3, á einni af 32 tölvum í stórum orrustum allan daginn.
Nokkrir heppnir einstaklingar sem prufa DUST 514 eiga möguleika á að vinna PS3. DUST 514 er frír til niðurhals á PS3 en er einmitt þessa stundinda í opinni beta prufun.