Tæknidagur - laugardaginn 6. febrúar 2021 kl. 12 - 17
Skemmtileg dagskrá á vegum skóla á tæknidegi UTmessunnar. Öll dagskráin fer fram á netinu og tenglar á viðburði eru hér fyrir neðan.
Ókeypis upplifun fyrir alla fjölskylduna og vonum við að allir njóti dagsins. Hægt er að spila suma viðburði hvenær sem er þó auglýstur tími sé liðinn.
kl. 12:00 - 14:00
Háskóli Íslands - Streymi
Háskóli Íslands á UTmessunni
Skyggnst á bak við tjöldin í Háskóla Íslands. Sagt verður frá fjölbreyttum rannsóknum sem unnið er að í háskólanum og við fáum að skoða ýmis tól og tæki sem notuð eru til rannsókna. Meðal þess sem skoðað verður er sérstakur hljóðklefi þar sem fram fara rannsóknir á hljóði, kíkt verður í heimsókn í Örtæknikjarna HÍ þar sem unnið er að rannsóknum í eðlisfræði, rætt við nemendur í tæknifræði og þá verður Vísindasmiðja Háskóla Íslands í Háskólabíói heimsótt þar sem vísindamiðlarar smiðjunnar segja okkur frá starfsemi hennar og gera skemmtilegar tilraunir.
kl. 12:00 - 16:00
Skema í HR
Opinn Minecraft Server SKEMA
Sköpum saman á Minecraft-netþjóni Skema í HR. minecraft.skema.
Leiðbeiningar - Tengjast Minecraft-netþjóni:
- Kaupa aðgang og hlaða niður Minecraft Java Edition á vefsíðu Minecraft
- Opna Minecraft
- Velja „Multiplayer/Netspilun”
- Velja „Direct connection/Beintenging”
- Skrifa „minecraft.skema.is”
- Velja „Join Server/Tengjast þjóni”
Fylgstu með lifandi streymi á Facebook eða á minecraft.skema.is
kl. 13:00 - 14:00
Tían - Netöryggiskeppni Íslands
Bankarán í beinni
Ertu forvitin(n) um hvernig raunverulegir öryggisgallar líta út? Langar þig að verða vitni að bankaráni?
Sparion er nýr banki sem ætlar að herja inn á íslenskan markað á næstunni. Bankinn hefur látið útbúa netbanka, en netbankinn var hannaður og smíðaður af hugbúnaðarfyrirtæki sem er ekki þekkt fyrir að setja öryggi í fyrsta sæti.
Starfsmenn Syndis ætla að gera úttekt á netbanka Sparion í beinni útsendingu og kynna um leið nokkra þekkta öryggisgalla sem hafa verið misnotaðir í raunverulegum netárásum.
Skráðu þig á viðburðinn á Facebook svo þú missir örugglega ekki af ráninu!
Sparion er nýr banki sem ætlar að herja inn á íslenskan markað á næstunni. Bankinn hefur látið útbúa netbanka, en netbankinn var hannaður og smíðaður af hugbúnaðarfyrirtæki sem er ekki þekkt fyrir að setja öryggi í fyrsta sæti.
Starfsmenn Syndis ætla að gera úttekt á netbanka Sparion í beinni útsendingu og kynna um leið nokkra þekkta öryggisgalla sem hafa verið misnotaðir í raunverulegum netárásum.
Skráðu þig á viðburðinn á Facebook svo þú missir örugglega ekki af ráninu!
kl. 12:00 - 16:00
Háskólinn í Reykjavík
Tæknistelpur
Stelpur fá að kynnast tölvuleikjaforritun
kl. 13:00 - 14:30
Menntaskólinn á Ásbrú
Spjallherbergið
Opið spjallherbergi þar sem gestir og gangandi geta litið inn á Microsoft Teams og rætt við kennara, starfsfólk og nemendur MÁ til viðbótar við allt hitt sem opna húsið okkar hefur upp á að bjóða.
kl. 12:00 - 16:00
Skema í HR
Forritunarkennsla í Scratch
Tölvuleikjagerð, búðu til þína eigin tölvuleiki í Scratch og lærðu grunnforritunina, þjálfarar Skema veita þér þau verkfæri sem til þarf.
kl. 12:00 - 16:00
Háskólinn í Reykjavík
Bergur Ebbi og talgervillinn
Mál- og raddtæknistofa Gervigreindarseturs HR - Bergur Ebbi og talgervillinn, er hægt að kenna þeim uppistand?
kl. 12:00 - 16:00
Háskólinn í Reykjavík
Forritandi foreldrar
Út á hvað gengur þetta allt saman, fáðu kynningu á helstu tölvuleikjum krakkanna og Skema í leiðinni.
kl. 12:00 - 17:00
Menntaskólinn á Ásbrú
Stafrænt opið hús
Þar sem ekki er fært að hittast í raunheimum til ræða tækni, tölvuleiki og framtíðina er gestum boðið á opið hús á vefnum. Kíktu í heimsókn.
kl. 12:00 - 16:00
Háskólinn í Reykjavík
Mál- og raddtæknistofa Gervigreindarseturs HR
Leggðu þitt af mörkum við að kenna tölvum og tækjum íslensku á samromur.is
Tiro
Tiro er nýsköpunarfyrirtæki sem rekur upphaf sitt til rannsókna á sviði máltækni við Háskólann í Reykjavík og hóf starfsemi sína með tilstuðlan styrks frá Tækniþróunarsjóð til að þróa talgreini fyrir „dikteringar“ í myndgreiningu röntgenlækna árið 2014. Síðan þá hefur fyrirtækið unnið markvist að þróun talgervla til almennrar og sérhæfðrar notkunar á íslensku. Hér er hægt að sjá hvernig þetta allt saman virkar.
Tæknikrossgáta UTmessunnar
Leystu krossgátuna og þú gætir komist í pottinn.
Þú getur líka spreytt þig á orðaleitinni eða UTmessu púslinu.
UThlaðvarp Ský
Í UT hlaðvarpi Ský er spjallað við fólk sem veit ýmislegt þegar kemur að upplýsingum og/eða tækni.