UTmessu vikan - 1. - 4. febrúar 2021 - Hér og þar (OFF-VENUE)
Skólar og fyrirtæki bjóða gestum til sín í rafræna heimsókn. Viðburðir og skemmtilegur fróðleikur fyrir alla og frítt inn.
01.02.2021 - 06.02.2021
Tæknikrossgáta UTmessunnar
Leystu krossgátuna og þú gætir komist í pottinn.
04.02.2021 kl. 10:00 - 12:00
Vefráðstefna
Netöryggisáskoranir gervigreindar (e. Cybersecurity challenges of AI)
Vefráðstefna (á ensku) með 3 frummælendum, prófessor Isaac Ben-Israel, frá háskólanum í Tel Aviv og stjórnanda Blavatnik netöryggissetursins, Dr. Jassim Happa frá Royal Holloway, University of London og Dr. Gregory Falco frá John Hopkins háskóla (og hann kennir nú við HÍ í boði Fulbright).
04.02.2021 kl. 14:00 - 15:00
Opin kerfi - Fyrirlestur í beinni útsendingu
Fíllinn í herberginu og áskoranir í nútíma UT umhverfi
Ef þú ert með kjarnastarfsemi sem snýr að þjónustuveitingu á netinu þá gæti þessi fyrirlestur höfðað til þín. Fyrirlesturinn fjallar um þær áskornanir sem nútíma UT umhverfi glíma við og nálganir sem geta mögulega leyst þær.
01.02.2021 - 15.02.2021
Netöryggiskeppni Íslands
Forkeppni Tíunnar
Viltu prófa að hakka? Netöryggiskeppni Íslands er nú haldin annað árið í röð og er opin öllum. Markmið keppninnar er að vekja áhuga á netöryggi á Íslandi og leyfa keppendum að setja sig í fótspor hakkarans. Verkefnin eru af ýmsum toga og af öllum erfiðleikastigum, og því ættu allir ættu að finna sér eitthvað við hæfi.
03.02.2021 kl. 12:00 - 14:00
Instagram
Almannarómur - Embla
Fylgstu með á Instagram UTmessunnar
02.02.2021 kl. 14:00 - 16:00
Instagram
Almannarómur - Samrómur
Fylgstu með á Instagram UTmessunnar
02.02.2021 kl. 20:00
Skólastofan Beta – streymt á Twitch
Leikjastreymi Menntaskólans á Ásbrú
Sverrir Bergmann Magnússon, stærðfræðikennari og tölvuleikjaspekúlant mun spila leiki gerða af nemendum á stúdentsbraut með áherslu á tölvuleikjagerð undir dyggri leiðsögn annars árs nemans Lovísu Gunnlaugsdóttur.