Skip to main content

Dagskrá UTmessunnar 2021

UTmessan felur í sér marga viðburði og allir styðja þeir við markmið UTmessunnar sem er að sýna hve stór og fjölbreyttur tölvugeirinn á Íslandi er með það að markmiði að fjölga þeim sem velja sér tölvu- og tæknigreinar sem framtíðarstarfsvettvang. Öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins taka þátt í viðburðum UTmessunnar. Þannig hefst UTmessan á UTmessu vikunni, síðan er ráðstefnudagur UTmessunnar með sýningu fyrir ráðstefnugesti og að lokum tæknidagur UTmessunnar sem miðar að öllum aldurshópum.

UTmessu vikan
UTmessu vikan
(PRE EVENTS)

1. - 4. febrúar

Skólar og fyrirtæki bjóða gestum til sín í rafræna heimsókn.

Skemmtilegur fróðleikur fyrir alla og frítt inn.

Skoða dagskrá

Ráðstefnudagur
Ráðstefnudagur
(CONFERENCE DAY)

5. febrúar  kl. 9:00 - 15:00

Ráðstefnudagur UTmessunnar verður í rafheimum og streymt á netinu.

Ráðstefnan er ætluð öllum sem hafa áhuga á tölvu- og tæknimálum og vilja auka þekkingu og fá innblástur á þessum vettvangi.

Öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins verða á sýningarsvæðinu.

Skoða dagskrá

Tæknidagur
Tæknidagur
(TECH DAY)

6. febrúar  kl. 12:00 - 17:00

Skemmtileg dagskrá á vegum skólanna á tæknidegi UTmessunnar - allt í beinni útsendingu

Ókeypis upplifun fyrir alla fjölskylduna í heimi tækninnar.

Skoða dagskrá