Skip to main content

Laugardaginn 4. febrúar 2017 kl 10-17

- ókeypis inn fyrir alla -
Líf og fjör á UTmessunni í Hörpu

Hér til hliðar eru upptalin öll fyrirtækin sem eru með bás á sýningarsvæðinu

SÝNINGARSVÆÐI UTMESSUNNAR OPIÐ ALLAN DAGINN frá kl. 10  - 17
tæplega 100 fyrirtæki sýna það nýjasta í dag
- alls kyns getraunir, keppnir og leikir í gangi, gjafir fyrir gesti og gangandi

tölvunördasafnið - 1. hæð (í rímu)
Sjáðu gamla tölvuleiki og annað skemmtilegt í fyrstu sýningu Tölvunördasafnsins
- hægt verður að prufa gamlar leikjatölvur á staðnum, allt frá gamlar pong vélar, sem voru fyrstu leikjavélarnar sem rötuðu inn á heimilli folks, en einnig verða Nintendo NES, SNES, Sinclair, Commodore, Atari og margar aðrar tölvur. Einnig verða gamlir munir sýndir í sýningarskápum sem teljast til sjaldgæfra fjársjóða og tengjast sögu tölvuleikja.  Á svæðinu verða svo sérfræðingar til svara spurningum áhugasamra sem og einnig að sýna hvernig má nota nútíma tækni í eldri leikjavélum.  

KALDALÓN - 1. HÆÐ
Úrslitakeppni í Íslandsmóti Overwatch tölvuleiksins frá Blizzard frá kl. 13
- kíktu inn og sjáðu bestu lið Íslands keppa í Overwatch á stórum skjá í boði Ljósleiðarans og Tölvuteks.  

SILFURBERG (B) - 2. HÆÐ
Hönnunarkeppni véla- og iðnverkfræðinema frá kl. 12
- hægt að labba inn og út að vild á meðan á keppninni stendur
Hönnunarkeppni Háskóla Íslands er árlegur viðburður sem haldinn er af véla- og iðnaðarverkfræðnemum. Keppendur þurfa að hanna og smíða róbóta sem þurfa að leysa ýmsar þrautir á keppnisdag. Þeirri hönnun sem gengur best hlýtur fyrstu verðlaun. Nýherji og Marel eru bakhjarlar keppninnar ásamt UTmessunni. 

SILFURBERG (A) - 2. HÆÐ
Sjáðu og prófaðu ýmsar skemmtilegar tækninýjungar

Háskóli Íslands: Á vegum  Háskóla Íslands: Team Spark með TS16 þar sem gestum á öllum aldri gefst tækifæri til að kynnast hvernig smíði á kappakstursbíl fer fram. Einnig verða skemmtilegar rafmagnsþrautir fyrir alla að spreyta sig á. FIRST® LEGO® League mun bjóða gestum að prófa sig áfram í forritun á vélmenni og prufa að keyra það á æfingabraut. KRUMMA ehf mun kynna EV3 og WeDo 2.0 vélmenni og gestum gefst tækifæri á að prófa þau. Ýmis nemendaverkefni verða til sýnis á svæðinu t.d. ruslatætari og nýtt, sniðugt app.  Gestir geta fengið að prófa eitt og annað í Vísindasmiðjunni m.a. glænýja sandkassann þeirra.

Skema: Á UTmessunni geta ungir sem aldnir spreytt sig í forritun og kynnst skapandi möguleikum tækninnar. Minecraft Vinnusmiðja þar sem nemendur fá að kynnast því hvernig bardagalist og vísindi blandast saman. Notast verður við sérhannaðan Minecraft server frá Skema til að smíða vopn, besta vopnin og auðvitað prófa að berjast með vopnunum. Hérna er það mismunandi efnablöndun sem skiptir sköpum til að gera vopnin öflugri. Það verður líka hægt að sjá hvernig Little Bits rafrásirnar geta nýst til að stýra mismunandi hlutum í leiknum.Einnig verður í boði kynning á þeim forritunarumhverfunum sem notuð eru á námskeiðum Skema eins og Alice og Kodu Game Lab. Makey Makey & Little Bits. Hægt verður að prófa að stýra tölvuleik með leir eða spila á hljóðfæri með álpappír. 


NORÐURLJÓS - 2. HÆÐ
Sjáðu og prófaðu ýmsar skemmtilegar tækninýjungar

Háskólinn í Reykjavík og /sys/tur: Ertu hrædd/ur við oddhvassa hluti? Verkefni nemenda og kennara við HR sem snýr að framköllun fælniviðbragðs með sýndarveruleika verður kynnt á UTmessunni. Gestir geta prófað vatnsfælniumhverfi, hræðslu við oddhvassa hluti og innilokunarkennd í öruggu umhverfi sýndarveruleikans. Upplifunin er eftirminnileg og gefst gestum UTmessunnar tækifæri til að prófa umhverfið og jafnvel uppgötva eitthvað um sjálfa sig sem þeir vissu ekki fyrir. Verkefnið var tilnefnt til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands og fékk sérstaka viðurkenningu. Umhverfið er nú notað í rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á fælni. Einnig verður hægt að skoða og prófa: Þrívíddarprentuð líffæri - Formula Student - Loftknúnir bílar - Mældu golfsveifluna - Prófaðu að forrita - Búðu til tónlist - Upplifðu sýndarveruleika.

Tækniskólinn leyfir gestum að sjá og prófaRóbota frá nemendum á tölvubraut. Star Wars vélmenni, frá nemanda í rafeindavirkjun, fjarstýrt með síma. Önnur verk frá nemum í rafeindavirkjun svo sem peningaskápur með raddstýringu og tölvustýrða hönd, sem var prentuð úr þrívíddarprentara. HDC sýndarveruleikagleraugu, frá Margmiðlunarskólanum, klettaklifur og Tesla spólu sem er samstarf nema á Tölvubraut.
 

Í sýningarbásum fyrirtækja verður m.a. eftirfarandi: 

Nýherji: Vélmennaherinn mætir á staðinn. Sjáðu Nox risavélmennið (Nox the robot), Nao, BB-8, HoloLens og fleira. Nánari upplýsingar um hvað er að gerast í básnum

Opin kerfi: Skoðaðu snjallar fundarherbergjalausnir sem gera skipulagningu funda mun einfaldari en áður. Kíktu á skjálausnir frá Samsung, skemmtilegan nýjan spegilskjá, skjáveggi og auglýsingaskjái sem henta í öllum rekstri.

Sensa: Margt skemmtilegt verður í gangi hjá Sensa á UTmessunni.  Kíktu á síðuna þeirra hér

ljósleiðarinn: Snjallbás Ljósleiðarans. Hefur þú smakkað þráðlaust snjallkaffi? Pantaðu þér kaffi með símanum og sjáðu snjöll tæki sem auðvelda þér lífið. Fáðu aðstoð frá Google Assistant með Home hátalaranum eða prófaðu að hjóla í sýndarheimi Zwift.

háskólinn í reykjavík

háskóli íslandsKynning á fjölbreyttu samfélagi við Háskóla Íslands samanber hinar fjölmörgu grunn- og framhaldsnámsleiðir í tölvunar- og verkfræðigreinum. Ýmis fjölbreytt, spennandi og sérsniðin námskeið hjá Endurmenntun HÍ.

TÆKNISKÓLINN: Prófaðu PAC man spilakassa og hannaðu og fáðu útprentað þitt eigið nafnspjald með aðstoð nemenda í grafískri miðlun. 

SYNDIS: Fáðu innsýn inn í heim tölvuárása og þær hættur sem eru í gangi.  Taktu þátt í hakkarakeppni með veglegum verðlaunum. Lestu nánar á dagskrá Syndis á UTmessunni á https://www.syndis.is/utmessan2017

pROMENNT: Komdu og fiktaðu! Í básnum hjá Promennt verður fullt af alls konar tölvubúnaði sem hægt verður að taka í sundur og setja saman. Við hvetjum alla til að koma og prófa og fikta að vild. Á svæðinu verða sérfræðingar Promennt sem glaðir svara spurningum um tækninámið og leiðbeina þeim sem hafa áhuga á að taka fyrstu skrefin og gera sér frama í upplýsingatækniheiminum.

INTELLECTA: Taktu þátt í getraun Intellecta og giskaðu á hversu mörg súkkulaði eru í krukku. Þú gætir unnið flottan Bluetooth hátalara.

SAMTÖK IÐNAÐARINS: Taktu þátt í laufléttri getraun. Þú getur unnið glæsileg Bose heyrnatól.

Locatifty: Locatify Komdu við og kynntu þér hvernig er hægt að búa til ratleiki inni og úti ásamt gagnvirkum bókum með leikjaívafi. Hægt er að spreyta sig á hvernig má nota símann sinn í leik.

MEMAXI: Við hjá Memaxi munum bjóða gestum og gangandi í heimsókn til Guðlaugar Árnadóttur en í stofunni hjá henni er að finna Memaxi skjá sem er miðpunkturinn á heimilinu. Lítið við og prófið Memaxi.

Tölvulistinn: Settu nafnið þitt í lukkupottinn hjá Tölvulistanum sem gefur 40" curved tölvuskjá frá Philips að verðmæti kr. 169.995