Laugardaginn 6. febrúar 2016 kl 10-17
- ókeypis inn fyrir alla -
Líf og fjör á UTmessunni í Hörpu
SÝNINGARSVÆÐI UTMESSUNNAR OPIÐ ALLAN DAGINN frá kl. 10 - 17
yfir 50 fyrirtæki sýna það nýjasta í dag
- alls kyns getraunir, keppnir og leikir í gangi, gjafir fyrir gesti og gangandi
Taktu þátt í skemmtilegum ratleik milli sýningarbásanna.
Sýning á gömlum tölvum - HP og dec
Sjáðu gamlar tölvur á glæsilegri sýningu
SILFURBERG (B) - 2. HÆÐ
Hönnunarkeppni véla- og iðnverkfræðinema frá kl. 13:00
- hægt að labba inn og út að vild á meðan á keppninni stendur
Hönnunarkeppni Háskóla Íslands er árlegur viðburður sem haldinn er af véla- og iðnaðarverkfræðnemum. Keppendur þurfa að hanna og smíða róbóta sem þurfa að leysa ýmsar þrautir á keppnisdag. Þeirri hönnun sem gengur best hlýtur fyrstu verðlaun. Nýherji og Marel eru bakhjarlar keppninnar.
SILFURBERG (A) - 2. HÆÐ
Sjáðu og prófaðu ýmsar skemmtilegar tækninýjungar
Á vegum Háskóla Íslands: Team Spark með TS15, gestum á öllum aldri gefst tækifæri til að kynnast hvernig smíði á kappakstursbíl fer fram. Einnig verða skemmtilegar rafmagnsþrautir fyrir alla að spreyta sig á. FIRST® LEGO® League mun sýna þraut síðasta árs ásamt því að vera með forritanlegt Legó vélmenni. Internet hluta, skoðaðu þig í snjallspegli. Ýmis nemendaverkefni verða til sýnis en meðal annars er lyklaskápur sem opnast einungis ef einstaklingurinn er edrú. Sjáðu þig í öðru ljósi, hvernig sér hitamyndavél mannslíkamann.
Skema mun bjóða uppá Minecraft vinnusmiðju þar sem Advania byggingin og umhverfið þar í kring verður byggt. Það verður líka hægt að prófa að spila Minecraft með aðstoð Makey Makey örtölvunnar. Einnig verður í boði kynning á þeim forritunarumhverfunum sem notuð eru á námskeiðum Skema eins og Alice, Kodu Game Lab, Unity 3D og GameSalad.
Ský býður gestum að prófa léttar forritunarþrautir sem notaðar eru í Bebras alþjóðlegu áskoruninni.
NORÐURLJÓS - 2. HÆÐ
Sjáðu og prófaðu ýmsar skemmtilegar tækninýjungar
Háskólinn í Reykjavík: Komdu við í Norðurljósum á UTmessunni og skoðaðu fjölbreytt verkefni nemenda og kennara í tæknigreinum við Háskólann í Reykjavík. Kynntu þér það nýjasta í gervigreind og sýndarveruleika, spilaðu tölvuleiki, skoðaðu þrívíddarprentuð líffæri, mekatróník tæki, hönnun á nýjum þjóðarleikvangi, Formula Student kappakstursbíl, taktu þátt í hakki og prófaðu loftknúinn smábíl.
/sys/tur og Promennt: Tættu í sundur tölvur og settu saman með sys/trum, félagi kvenna í tölvunarfræðideild HR og Promennt. Haldin verður keppni í samsetningu tölvu sem hefst kl. 15 í Norðurljósum. Yfir daginn (til kl. 14) er hægt að skrá sig til leiks í básum Promennt og /sys/tra, en keppnin er ætluð ungu fólki á aldrinum 15 til 25 ára. Klukkan 14 verður dregið úr pottinum um hver kemur til með að taka þátt í keppninni, en það eru fjórir sem taka þátt. Keppnin fer fram á sviðinu í Norðurljósum og gengur út á að þátttakendur fá sett af vélbúnaði í bútum og eiga að setja saman og koma tölvunni í gang. Sá þátttakandi sem er fyrstur til að kveikja á tölvunni vinnur. Skjáirnir munu vísa út til áhorfenda þannig að áhorfendur geta fylgst spenntir með og vonandi hvatt sitt fólk áfram og séð „live“ hver vinnur. Vinningurinn er ekki af verri endanum; gjafabréf á námskeiðið Tölvuviðgerðir CompTIA A+ hjá Promennt, að verðmæti 139.000 kr.
Tækniskólinn verður með líflega kynningu á námsbrautum skólans. Nemendur á tölvubraut verða með róbóta sem þeir hafa smíðað og forritað – einnig verður þar „retro“ spilakassi sem þeir hafa smíðað. Gestum er velkomið að koma við prófa J Nemendur Margmiðlunarskólans sýna "Markless Realtime Facail Animation" eða "Facail mocap" sem er m.a. notað við tölvuleikjagerð. Þar geta gestir fylgst með eigin hreyfingum á skjá sem tölvuleikjapersónur. Kynntu þér nám í vefþróun, margmiðlun, grafískri miðlun og tölvutækni – sjón er sögu ríkari.
FabLab: prófaðu ýmsa tækni svo sem vinylskera og sjáðu þrívíddarprentara að verki. Gestir fá að nýta sér búnað úr Fab Lab til að gera einföld verkefni.
KALDALÓN - 1. HÆÐ
Stuttir fyrirlestrar fyrir alla fjölskylduna
- kíktu inn og hlustaðu á stuttar kynningar um nýjustu tækni
12:00 Krakkar og tæknifikt
Foreldrum gefnar hugmyndir að tæknifikti sem þau geta gert með börnum sínum. Hér geta allir lært eitthvað nýtt
Áslaug Eiríksdóttir og Skúli Arnlaugsson frá Azazo
12:10 Getum við framleitt meira?
Bjartmar Alexandersson framkvæmdastjóri Grænnar framtíðar
12:20 5 góð ráð fyrir öruggari notkun á tölvupósti og interneti
Hörður Ellert Ólafsson, Syndis
12:30 Rafræn úrlausn deilumála í viðskiptum, innanlands og milli landa (kvarta.is)
Tryggvi Axelsson, Neytendastofu / KVARTA.IS
HLÉ
13:00 Vefþróun – er alltaf fremst
Hvernig snertir vefþróun líf okkar á hverjum degi og hvað gerir heimasíðu „sexý“
Birna Bryndís Thorkelsdóttir og Jón Tryggvi Unnarsson, nemendur við Tækniskólann
13:10 Margmiðlun - að rauða dreglinum
Fjallað um vegferð fyrrum nemenda Margmiðlunarskólans að vinnu við kvikmyndina Everest og að rauða dregli Óskarsins
Daði Einarsson, Creative Director og einn eigenda RVX
13:20 Af hverju eru svo margar verslanir í heiminum að loka?
Sigurjón Hjaltason, Nýherja
13:30 Fáðu það mesta út úr þráðlausa netinu þínu
Ritstjóri Simon.is tæknibloggsins fer yfir nokkur einföld ráð til að nýta þráðlaust net sem best og mælir með bestu netbeinum fyrir heimili
Atli Stefán, Simon.is
HLÉ
14:00 Hæfni fyrir framtíðina byggð í Fab Lab
Fjallað verður um Fab Lab og hvernig hæfni til framtíðar er byggð upp í Fab Lab smiðjum landsins
Frosti Gíslason verkefnastjóri Fab Lab hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands
14:10 Hvernig uppskipting leikjakorta getur aukið afl gervigreindar og flýtt fyrir ákvarðanatöku og leit í tölvuleikjum
Kári Halldórsson, Háskólinn í Reykjavík
14:20 Hugmynd af tölvuleik til framkvæmdar
Þrír háskólanemar í HÍ enduðu með fullkláraða útgáfu af tölvuleik. Hvað kom þeim á óvart á leið sinni að úgáfu. Sýna stutt myndband af leiknum
Egill Örn Sigurjónsson, Háskóli Íslands
14:30 Vöðvastýrðir gervifætur
Jóna Sigrún Sigurðardóttir, Háskólinn í Reykjavík og Össur
Í sýningarbásum fyrirtækja verður m.a. eftirfarandi:
Nýherji: Við verðum í extra miklu stuði á UTmessunni 5. og 6. febrúar. Ekki missa af mannlega vélmenninu NAO á Nýherja básnum. NAO getur átt samskipti, talað og dansað fyrir gesti. Getur þú gert armbeyjur hraðar en Bolide vélmennið? Ómótstæðilegar veitingar frá Krás götumarkaði klukkan 17 á föstudeginum. Fjörlegir og litríkir drykkir frá Lemon klukkan 12 og 14 á laugardegi. Nánari upplýsingar um hvað er að gerast í básnum.
Opin kerfi: The Everest Experience -Upplifðu stórmyndina Everest á bás Opinna kerfa þar sem þú getur gengið yfir sprungur, klifið klettaveggi og sett þig í spor fjallgöngumannanna í anda myndarinnar. Prófaðu hvernig er að vinna í heimi sýndarveruleikans með einstökum HP Zvr þrívíddaskjá þar sem hlutir fljóta í lausu lofti og þú getur skoðað þá á alla kanta. Shark Tank - Kynntu þér allt það nýjasta sem er að gerast hjá HP Enterprise þegar kemur að miðjubúnaði, skýaþjónustum og því sem framundan er í þróun upplýsingatækninnar.
Sensa: Það verður líf og fjör í Sensa básnum alla helginga. Á föstudag verður hjólakeppni og vegleg verðlaun í boði fyrir þann sem er fljótastur að hjóla 400 metrana! Léttar veitingar verða í boði frá kl. 17. Á laugardag verður hægt að reyna við lukkuhjólið og sjá hvort heppnin sé með þér! Hollar og góðar veitingar verða í boði milli 12 og 16.
gagnaveita reykjavíkur: Ljósleiðarinn kynnir þér snjallheimilið og sýndarveruleika. Kíktu við og prófaðu Gunjack sýndarveruleikaleikinn frá CCP, sjáðu snjalllása, snjallperur og talaðu við Alexu snjallaðstoðarkonuna frá Amazon. Við erum líka með spurningaleik í QuizUp og þeir sem taka þátt fara í lukkupott og geta unnið snjalltæki. Þeim sem langar í eitthvað gómsætt geta gætt sér á ís frá Valdís.
háskólinn í reykjavík: Á föstudeginum kynnir Háskólinn í Reykjavík fjölbreytt námsframboð í tæknigreinum á meistarastigi við Háskólann í Reykjavík, auk styttri námsleiða í Opna háskólanum. Háskólinn í Reykjavík er stærsti tækniháskóli landsins og miðstöð kennslu og rannsókna á sviði upplýsingatækni. Nám við HR einkennist af áherslu á nútímalega kennsluhætti og raunhæf verkefni, oft í samstarfi við fyrirtæki. Á laugardaginn kynna nemendur og kennarar í Norðurljósum fjölbreytt verkefni sem unnin hafa verið í tækni- og verkfræðideild og tölvunarfræðideild. sys/tur, félag kvenna í tölvunarfræðideild HR og Promennt bjóða upp á tölvutæting. Hægt verður að kynna sér gervigreind og sýndarveruleika, spila tölvuleiki, skoða þrívíddarprentuð líffæri, mekatróník tæki, hönnun á nýjum þjóðarleikvangi, Formula Student kappakstursbíl, prófa að hakka sig inn í tölvu og aka loftknúnum smábíl.
háskóli íslands: Kynning á fjölbreyttu samfélagi við Háskóla Íslands samanber hinar fjölmörgu grunn- og framhaldsnámsleiðir í tölvunar- og verkfræðigreinum. Kynntu þér hagnýtt og alþjóðlega vottað MBA-nám, námið veitir nýjar forsendur til starfsframa og er í sterkum tengslum við íslenskt viðskiptalíf. Ýmis fjölbreytt, spennandi og sérsniðin námskeið hjá Endurmenntun HÍ.
Syndis: Föstudag: Við munum bjóða áhugasömum að prufa Mótherja, þjálfunargrunn Syndis, þar sem aðilar fá að spreyta sig sem tölvuhakkarar. Allir sem koma og heilsa upp á okkur í Syndis fá ókeypis vörn fyrir vefmyndavélina, fyrir sig og samstarfsmenn. Laugardag: Við munum bjóða gestum og gangandi upp á að spreyta sig sem tölvuhakkarar í Mótherji, þjálfunargrunn Syndis. Allir sem koma og heilsa upp á okkur í Syndis fá ókeypis vörn fyrir vefmyndavélina, fyrir sig og heimilið
promennt: LLPA Battle for Ignite – keppni fyrir tæknifólk. Í bás Promennt verður haldin skemmtileg keppni fyrir tæknifólk. The LLPA Battle er alþjóðleg keppni þar sem keppt er í tveimur flokkum; The Best IT Pro og The Best Developer. Keppendur svara spurningum og hafa til þess 5 mínútur, en besta skorið í hvorum flokki fyrir sig verður tilkynnt í lok dagsins. Sigurvegari hvors flokks hlýtur verðlaun og rétt á þátttöku í alþjóðlegum úrslitum keppninnar sem fara fram síðar á árinu þar sem verðlaunin eru ekki af verri endanum eða miði á hina frábæru ráðstefnu Microsoft Ignite þar sem flug og hótel innifalið. Nánari upplýsingar um hvað er að gerast í básnum.
Aha: Komdu og prófaðu nýjasta appið þar sem þú getur pantað veitingar frá yfir 50 veitingastöðum. Má bjóða þér að sækja eða fá heimsent?
Epóstur: Kynning á Möppunni, Póstboxum og Skönnunarþjónustu Póstsins. Skemmtilegur leikur báða dagana og fjöldi vinninga í boði. Eining er boðið uppá veitingar hjá okkur svo endilega kíkið við.
tölvulistinn: Skjálausnir framtíðarinnar verða framlag Tölvulistans til UT messunnar í ár. Hjá okkur verður hægt að skoða nýjustu gerðir af stórum vinnuskjám fyrir þau fyrirtæki sem vilja fækka úr tveimur skjám í einn stóran. Til sýnis verða nýjustu gerðir af 28“-40“ 4K vinnuskjám frá Philips og Asus auk short throw skjávarpa frá Epson sem varpar stórri mynd á tjald án úr lítilli fjarlægð. Sérstök UT messutilboð verða á þeim skjám sem verða til sýnis. Einn heppinn messugestur sem kemur um helgina til okkar og setur nafnið sitt í pottinn vinnur glæsilegan nýjan 34“ Curved skjá frá Philips að verðmæti 189.995.
advania: Þegar kemur að vali á tölvubúnaði eru ýmsir möguleikar í boði og okkar fólk ætlar að sýna nokkrar útfærslur sem einstaklingar og fyrirtæki geta nýtt sér við val á drauma-vinnuaðstöðunni. Við ætlum meðal annars að sýna hina margverðlaunuðu DELL XPS 13 fartölvu og borðtölvu sem er á lengd við hefðbundinn blýant og þónokkuð þynnri en golfkúla. Á föstudeginum munu sérfræðingar okkar á sviði skýjalausna segja frá öllum því helsta sem við bjóðum upp á í þeim efnum.
tæknistiginn: Tæknistiginn er samstarfsverkefni Samtök iðnaðarins, Icelandic Startupsog UTmessan. Í tæknistiganum á UTmessunni í Hörpu, verða að þessu sinni yfir 20 af áhugaverðustu fyrirtækjum landsins í nýsköpun og tækni. Stærri fyrirtækin hafa ratað í fréttir að undanförnu vegna velgengni á erlendum mörkuðum. Einnig verða til staðar ung fyrirtæki sem eru að líta dagsins ljós og við höfum mikla trú á að verði leiðandi á sínu sviði. Tæknistiginn er skemmtileg viðbót við þau fjölmörgu áhugaverðu UT fyrirtæki sem sýna lausnir sínar á þessari uppskeruhátíð iðnaðarins. Tæknistiginn er staðsetttur á milli 2. og 3. hæðar Hörpu og er opinn fyrir ráðstefnugesti UTmessunar föstudaginn 5. febrúar. Laugardaginn 6. febrúar á milli kl.10 - 17 er Tæknistiginn opinn almenningi á öllum aldri. Tæknistiginn er fyrir áhugasama tækniunnendur á öllum aldri. Hann er táknrænn fyrir þær hugmyndir sem eiga rætur sínar að rekja til Íslands. Hann sýnir samvinnu nýrra fyrirtækja og þeirra sem lengra eru komnir. Samstöðu um breytt Ísland sem þessi fyrirtæki þurfa til að ná markmiðum sínum hér á landi sem og erlendis. Síðast en ekki síst táknar stiginn tækifærin sem hátækniiðnaður er að skapa þvert á annan iðnaði fyrir almenning í landinu. Hlökkum til að sjá þig! #taeknistiginn