UTmessan er stærsta hátíð ársins fyrir öll sem hafa áhuga á tækni! Hún hefur verið haldin árlega síðan 2011 og sýnir hversu stór og fjölbreyttur tæknigeirinn er orðinn á Íslandi. Á UTmessunni koma saman helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins til að deila nýjungum, hvetja fólk til að kynnast iðnaðinum og sýna hvað tæknin getur gert fyrir daglegt líf.
UTmessu vikan | Pre Events - Út um allan bæ
Í vikunni fyrir UTmessuna bjóða tæknifyrirtækin upp á viðburði eða opið hús til að sýna hvað þau hafa uppá að bjóða.
Fjölbreytt dagskrá fyrir mismunandi aldurshópa. Fróðleikur fyrir almenning og frítt inn en mögulega þarf að skrá sig.
Ráðstefnudagur | Conference Day – Fyrir fagfólk í upplýsingatæknigeiranum:
Ráðstefnudagurinn er fyrir þau sem vinna við eða hafa sérstakan áhuga á upplýsingatækni. Hér koma sérfræðingar saman til að ræða nýjustu tækni, lausnir og þróun. Á sýningarsvæðinu geturðu hitt helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins og skoðað allt það nýjasta í bransanum.
Upplýsingatækniverðlaun Ský eru afhent í lok dags.
Tæknidagur | Tech Day – Fyrir okkur öll:
Tæknidagurinn er sannkölluð hátíð fyrir öll sem vilja gera sér glaðan dag! Helstu tæknifyrirtæki landsins sýna hvað þau hafa fram að færa í stórglæsilegum básum. Hér er hægt að prófa nýjustu tækni, taka þátt í leikjum og getraunum og fá innblástur fyrir það sem framtíðin ber í skauti sér.
Aðgangur að tæknideginum er ókeypis og bæði ungir sem aldnir eru hvattir til að mæta og upplifa töfra tækninnar.
Bílastæði eru í bílahúsi Hörpu (gegn gjaldi) eða á nærliggjandi svæðum í miðbænum. Strætó stoppar nálægt (Lækjartorg / Miðbakki).
- Aðgangur að ráðstefnu, sýningarsvæði, mat, kaffi og kokteil
- Skráður á nafn og gildir eingöngu fyrir þann aðila
- Aðgangur að sýningarsvæði á föstudeginum ásamt mat, kaffi og kokteil
- Gildir ekki í ráðstefnusali
- Skráður á fyrirtæki/kaupanda
- Gildir fyrir handhafa og getur gengið á milli starfsmanna í sýningarbásnum á ráðstefnudegi
Afhending passa hefst kl. 8:00 í Hörpu að morgni ráðstefnudags.
Passinn er merktur á nafnið þitt og þú sækir hann í anddyrinu eða á upplýsingaborði UTmessunnar.
Reikningur er sendur á skráðan greiðanda í vikunni eftir UTmessuna.
Nei, en skráðir félagar í Ský fá afslátt af ráðstefnupassanum.
Hægt er að afskrá sig allt þar til vika er í ráðstefnuna.
Ef afskráning berst innan við viku fyrir ráðstefnuna þá er greitt fullt verð fyrir passann.
Ef búið er að loka fyrir skráningu er hægt er að breyta nafni með því að senda póst á
Á ráðstefnudeginum á föstudegi er sýningarsvæðið eingöngu opið fyrir gesti með ráðstefnu- eða sýningarpassa.
Á tæknideginum á laugardegi er sýningarsvæðið opið öllum.
Fatahengi Hörpu er staðsett á K1 við hliðina á rúllustiganum upp á fyrstu hæð. Fatahengi er gestum á viðburðum að kostnaðarlausu. Hluti herðatrjáanna er með öryggislás þar sem stálvír er rennt í gegnum ermi flíkur. Nánari upplýsingar er að finna á vef Hörpu.
Aðgengi fyrir fatlaða er mjög gott í Hörpu. Nánari upplýsingar um aðgengi er að finna á vef Hörpu.
Ef þú þarft aðstoð eða nánari upplýsingar hafðu þá samband við upplýsingaborð UTmessunnar þegar þú kemur á staðinn eða sendu póst á