DAGSKRÁ UTMESSUNNAR 2022
UTmessan felur í sér ýmsa viðburði og allir styðja þeir við markmið UTmessunnar sem er að sýna hve stór og fjölbreyttur tölvugeirinn á Íslandi, auka áhuga á þessi sviði og fjölga þeim sem velja sér tölvu- og tæknigreinar sem framtíðarstarfsvettvang.
Öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins taka þátt í viðburðum UTmessunnar en vegna heimsfaraldurs Covid-19 verður dagskráin með öðru sniði í ár. Vegna fjöldatakmarkana var ráðstefnu og sýningardegi UTmessunnar fyrir sérfræðinga flutt frá 4. febrúar og verður á Grand hóteli þann 25. maí og einungis opin skráðum ráðstefnugestum.