Samstarfs- og sýningaraðild

UTmessan samanstendur af ráðstefnu annars vegar og sýningu hins vegar og er tveggja daga viðburður.

Á föstudeginum er ráðstefnu- og sýningardagur fyrir tæknifólk og kostar inn þann dag. Í lok dags eru UT-verðlaun Ský afhent.  Á laugardeginum er frítt inn fyrir alla og þar mæta fjölskyldur og einstaklingar á glæsilega tæknisýningu og vonandi vaknar áhugi á tækni hjá gestum og þá sérstaklega unga fólkinu á að vinna í tæknigeiranum í framtíðinni. Öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins sýna þar nýjustu tækni og tól ásamt hugbúnaði og fleiru tengt tæknigeiranum.

UTmessan er ein stærsta og glæsilegasta tæknisýning á Íslandi og eru þau fyrirtæki sem eru á sýningarsvæði UTmessunnar í fararbroddi í tölvugeiranum óháð því hvort Ísland sé þeirra markaðssvæði eða ekki. Allir hafa sameiginlega hagsmuni af því að hvetja sem flesta til að fara í tölvutengt nám og því eru mörg fyrirtækjanna þarna einungis til að sýna að það að vinna í tölvugeiranum er áhugavert og fjölbreytt. Ekki gleyma því að foreldrar gætu verið framtíðarviðskiptavinir þínir.

Sýnendur skuldbinda sig til að vera með fulla viðveru bæði föstudag og laugardag.

PLATÍNUM

Platinum

900.000

ISK

 • 16 m2 gólfpláss
  (8*2 m)
 • Lógó og tengill á vef UTmessunnar
 • 4 sýningarpassar
 • 6 miðar á ráðstefnuna
 • Auglýstur sem Platínum samstarfsaðili
 • Fulltrúi í undirbúningsnefnd
Uppselt

GULL

GOLD

550.000

ISK

 • 10 m2 gólfpláss
  (5*2 m)
 • Lógó og tengill á vef UTmessunnar
 • 3 sýningarpassar
 • 4 miðar á ráðstefnuna
Uppselt

SILFUR

SILVER

250.000

ISK

 • 6 m2 gólfpláss
  (3*2 m)
 • Lógó og tengill á vef UTmessunnar
 • 2 sýningarpassar
 • 1 miði á ráðstefnuna
Uppselt

BRONS

BRONZE

200.000

ISK

 • 6 m2 gólfpláss
  (3*2 m)
 • Lógó og tengill á vef UTmessunnar
 • 2 sýningarpassar
5 laus

SPROTI

STARTUP

90.000

ISK

 • 4 m2 gólfpláss
  (2*2 m)
 • Lógó og tengill á vef UTmessunnar
 • 2 sýningarpassar
10 laus

OPNUM FYRIR PANTANIR Á SÝNINGARSVÆÐINU 17. OKTÓBER KL. 10

Merktu við tegund sýningaraðildar og veldu þér draumastað á sýningarsvæðinu. Athugaðu að pantanir eru teknar í þeirri röð sem þær berast og því gæti þitt pláss verið farið ef annar er á undan að panta. Myndin af svæðinu á utmessan.is er uppfærð um leið og ný pöntun berst og leitast við að hafa hana rétta á hverjum tíma.

Skoða sýningarsvæðið (EXPO area)

Almennar upplýsingar

Af hverju að gerast samstarfsaðili?

Frábært tækifæri til að kynna þitt fyrirtæki, vörur og þjónustu fyrir stjórnendum, tæknimönnum og áhrifafólki í upplýsingatæknibransanum, nemum í tölvunarfræði og almenningi. Þetta á við um öll fyrirtæki sem eru beint eða óbeint háð upplýsingatækni og óháð markaðssvæði því tilgangurinn er að sýna tæknigeirann á Íslandi.

Þinn ávinningur

 • Miðar á ráðstefnu UTmessunnar
 • Sterkari tenging við aðstandendur UTmessunnar 
 • Tækifæri til að hitta vini og kunningja og efla tengslanetið
 • Góð kynning á þínu fyrirtæki og hugmyndafræði
 • Taka þátt í viðburði sem hefur það markmið að sýna Íslendingum hve mikil framþróun er í tæknigeiranum
 • Tækifæri til að hafa áhrif á að ungt fólk velji sér UT sem framtíðarstarf - jafnvel þitt fyrirtæki sem framtíðarvinnustað!

Opnunartími

Sýningarsvæðið er opið bæði föstudag og laugardag og skuldbinda sýnendur sig til að vera með báða dagana enda tilgangur UTmessunnar að sýna bæði sérfræðingum í tæknigeiranum og almenningi hve stór og flottur hann er. 

Umgjörð og skilyrði fyrir sýnendur

Sýningaraðilar skulu hafa í huga að þetta er tæknisýning og mælt er með að kynna og gefa tæknidót í stað sælgætis og matar. Getraunir og leikir trekkja að básunum og geriri sýninguna lifandi og skemmtilega. Sýningaraðilar verða þó að taka tillit til hvors annars og stilli hávaða í hóf og sýna fagmennsku í samskiptum við aðra sýnendur. Forðast skal að hafa veitingar sem geta lekið niður eða skilja eftir sig rusl s.s. krap eða popp sem getur dreifst um allt húsið. Ekki er leyfilegt að vera með áfenga drykki í básunum aðra en þá sem keyptir eru af veitingadeild Hörpu. Ekki er leyfilegt að eftirláta básinn til 3ja aðila.

Reikningar og greiðslur

Reikningar eru sendir út í byrjun janúar. Greiða þarf 50% gjald ef hætt er við pöntun fyrir 15. janúar 2023, eftir það er fullt gjald rukkað þó hætt sé við. Ef UTmessan hættir við að halda viðburðinn mun endurgreiðsla fara fram. 

UTmessan og Ský bera enga fjárhagslega ábyrgð á skuldbindingum sýnenda fari svo að aflýsa þurfi viðburðinum. 

Aðbúnaður

Sýningaraðilar þurfa að mæta sjálfir með allt í básanna svo sem stóla, borð, merkingar og annað í gólfplássið sem úthlutað er.  Aðgangur að rafmagni og þráðlausu neti fylgir. Hægt er að leigja borð og annað hjá nokkrum aðilum t.d. SýningarkerfiMerkingEXTON, RECON og Harpa. Fjölmargar prentsmiðjur taka að sér að prenta bæklinga og annað efni í básanna. Vekjum athygli á að þeir sem eru í miðjurými í Flóa eru með hvítan bakvegg sem er 3 metrar á breidd og 1 metra hvítan stuðningsvegg á milli bása. 

Ský | This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | 5532460 | PÓSTLISTI