UTmessan samanstendur af ráðstefnu annars vegar og sýningu hins vegar og er tveggja daga viðburður.
Á föstudeginum er ráðstefnu- og sýningardagur fyrir tæknifólk og kostar inn þann dag. Í lok dags eru UT-verðlaun Ský afhent. Á laugardeginum er frítt inn fyrir alla og þar mæta fjölskyldur og einstaklingar á glæsilega tæknisýningu og vonandi vaknar áhugi á tækni hjá gestum og þá sérstaklega unga fólkinu á að vinna í tæknigeiranum í framtíðinni. Öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins sýna þar nýjustu tækni og tól ásamt hugbúnaði og fleiru tengt tæknigeiranum.
UTmessan er ein stærsta og glæsilegasta tæknisýning á Íslandi og eru þau fyrirtæki sem eru á sýningarsvæði UTmessunnar í fararbroddi í tölvugeiranum óháð því hvort Ísland sé þeirra markaðssvæði eða ekki. Allir hafa sameiginlega hagsmuni af því að hvetja sem flesta til að fara í tölvutengt nám og því eru mörg fyrirtækjanna þarna einungis til að sýna að það að vinna í tölvugeiranum er áhugavert og fjölbreytt. Ekki gleyma því að foreldrar gætu verið framtíðarviðskiptavinir þínir.
Sýnendur skuldbinda sig til að vera með fulla viðveru bæði föstudag og laugardag.
PLATÍNUM
Platinum
900.000
ISK
GULL
GOLD
550.000
ISK
SILFUR
SILVER
250.000
ISK
BRONS
BRONZE
200.000
ISK
SPROTI
STARTUP
90.000
ISK
Sýningarsvæðið
Við gerum ráð fyrir rúmlega eitt þúsund gestum á föstudeginum á ráðstefnu- og sýningu UTmessunnar. Á laugardeginum er opið fyrir alla og hafa um 10.000-15.000 manns mætt þann dag síðustu árin á sýningu og önnur atriði sem fram fara á opna tæknidegi UTmessunnar.
Frábært tækifæri til að kynna þitt fyrirtæki, vörur og þjónustu fyrir stjórnendum, tæknimönnum og áhrifafólki í upplýsingatæknibransanum, nemum í tölvunarfræði og almenningi. Þetta á við um öll fyrirtæki sem eru beint eða óbeint háð upplýsingatækni og óháð markaðssvæði því tilgangurinn er að sýna tæknigeirann á Íslandi.
Sýningarsvæðið er opið bæði föstudag og laugardag og skuldbinda sýnendur sig til að vera með báða dagana enda tilgangur UTmessunnar að sýna bæði sérfræðingum í tæknigeiranum og almenningi hve stór og flottur hann er. Sýningarbásar þurfa að vera mannaðir á opnunartíma bæði föstudag og laugardag.
Föstudag opnar sýningarsvæðið formlega kl. 9:30 og er opið til kl. 18:30. Kokteill ráðstefnugesta verður á sýningarsvæðinu á 1. hæð og því loka básar á 2. hæð kl. 16.
Laugardag er opið kl. 10 - 17 og þurfa allir básar að vera mannaðir strax við opnun þar sem fólk byrjar strax að streyma í húsið.
Uppsetning sýningarsvæðis er fimmtudaginn 2. febrúar frá kl. 9 - 17. Taka skal niður bása kl. 17 á laugardeginum (alls ekki fyrr þar sem fólk er að koma í húsið alveg fram að lokun) og munið að skilja vel við svæðið og setja rusl í ruslagáma Hörpu.
Stærð gólfsvæðis sem sýnandi hefur fer eftir tegund aðildar. Hæð bása er almennt ekki hærri en 3 metrar.
Úthlutaður sýningarbás er einungis gólfpláss með aðgangi að rafmagni og þráðlausu neti (wi-fi). Sýningaraðilar þurfa sjálfir að sjá um það sem á að vera í sýningarbásnum svo sem stóla, borð, bakveggi, fjöltengi, merkingar og annað. Undantekning er að þeir sem eru í miðju í Flóa eru með frá Sýningarkerfum 3 metra bakvegg og 1 metra millivegg milli bása.
Með sýningaraðildinni fylgir eftirfarandi fjöldi aðgöngupassa:
Ráðstefnupassi veitir aðgang að ráðstefnusölum, sýningarsvæðinu, mat, kaffi og í kokteil í lok dags. Ráðstefnupassinn er skráður á nafn og gildir eingöngu fyrir þann aðila.
Sýningaraðilar verða að skrá alla sem ætla að vera á ráðstefnunni sjálfri í gegnum skráningu á ráðstefnuna . (Rukkað verður aukalega fyrir þá ráðstefnupassa sem eru umfram þá sem eru innifaldir í sýningaraðildinni.)
ATH. Sýningaraðilar fá engin sérstök afsláttarkjör af ráðstefnugjaldinu en skráðir félagar í Ský fá 10 þús. kr. í afslátt af ráðstefnupassanum.
Sýningarpassi veitir aðgang að sýningarsvæðinu, mat, kaffi og í kokteil í lok dags en hann gildir EKKI í ráðstefnusalina. Sýningarpassi er skráður á fyrirtæki/kaupanda. Hann gildir fyrir handhafa og getur því gengið á milli vakta í sýningarbásnum yfir daginn.
Sýningaraðilar geta keypt fleiri sýningarpassa ef þeir vilja hafa fleiri á svæðinu eða í kokteilnum. Ef sýningaraðila vantar fleiri sýningarpassa en þá sem fylgja aðild er hægt að kaupa þá í gegnum sérstakt form.
Sýningarpassarnir eru afhentir á fimmtudeginum frá kl. 9 - 17 á upplýsingaborði UTmessunnar í Hörpu þ.e. á sama tíma og básarnir eru settir upp. Það er á ábyrgð þess sem sækir þá að koma þeim til þeirra sem eru að vinna í básunum. Sýningaraðilar bera sjálfir ábyrgð á því að koma sýningarpössum á milli vakta.
Sýningaraðilar skulu hafa í huga að þetta er tæknisýning og mælt er með að kynna og gefa tæknidót í stað sælgætis og matar. Getraunir og leikir trekkja að básunum og geriri sýninguna lifandi og skemmtilega. Sýningaraðilar verða þó að taka tillit til hvors annars og stilli hávaða í hóf og sýna fagmennsku í samskiptum við aðra sýnendur. Forðast skal að hafa veitingar sem geta lekið niður eða skilja eftir sig rusl s.s. krap eða popp sem getur dreifst um allt húsið. Ekki er leyfilegt að vera með áfenga drykki í básunum aðra en þá sem keyptir eru af
Reikningar eru sendir út í byrjun janúar. Greiða þarf 50% gjald ef hætt er við pöntun fyrir 15. janúar 2023, eftir það er fullt gjald rukkað þó hætt sé við. Ef UTmessan hættir við að halda viðburðinn mun endurgreiðsla fara fram.
UTmessan og Ský bera enga fjárhagslega ábyrgð á skuldbindingum sýnenda fari svo að aflýsa þurfi viðburðinum.
Sýningaraðilar þurfa sjálfir að sjá um það sem á að vera í sýningarbásnum svo sem stóla, borð, fjöltengi, merkingar og annað í gólfplássið sem úthlutað er. Aðgangur að rafmagni og þráðlausu neti fylgir. Hægt er að leigja borð og annað hjá nokkrum aðilum t.d. Sýningarkerfi, Merking, EXTON, RECON og Harpa. Fjölmargar prentsmiðjur taka að sér að prenta bæklinga og annað efni í básanna. Vekjum athygli á að þeir sem eru í miðjurými í Flóa eru með hvítan bakvegg sem er 3 metrar á breidd og 1 metra hvítan stuðningsvegg á milli bása.
Virðið nágranna ykkar á sýningarsvæðinu og setjið ekki dót yfir á þeirra svæði. Skiljið ekki eftir lausa/smáa hluti óvaktaða milli daga.
Starfsmenn í sýningarbásum verða að hafa annað hvort ráðstefnu- eða sýningarpassa til að komast inn á sýningarsvæðið á föstudeginum.
Á laugardeginum fá starfsmenn í básum aðgang að rými þar sem boðið er upp á kaffi og stólar til að hvíla sig aðeins frá amstrinu. Að öðru leyti verða allir að sjá um að sitt fólk fái mat.
Rúmlega þúsund gestir koma á ráðstefnu UTmessunnar og er það allt fólk sem tengist tölvu- og tæknigeiranum á einhvern hátt. Stærsti hlutinn er íslenskur en þó mætir einhver fjöldi erlendra gesta eða fólks sem býr á Íslandi og talar ekki íslensku.
Ráðstefnugestir á UTmessunni fá afhent nafnspjald með QR kóða. QR kóðinn er „Business Card“ á staðlinum vCard 3.0 og inniheldur upplýsingar um nafn, fyrirtæki og netfang.
Sýnendur geta t.d. notað app í síma til að skanna QR kóðann á nafnspjaldinu (með leyfi gestsins) til að safna tengiliðaupplýsingum (Business leads). Nokkur öpp eru til og hægt er að finna þau ef notað er leitarorðið „Badge Scanner“ í PlayStore eða AppStore.
Þau öpp sem við höfum prófað og eru bæði til í Android og iOS eru:
Hér er dæmi um QR kóða sem notaður er á nafnspjöldin