Skip to main content

Sannfærðu yfirmanninn

Af hverju ætti ég að fara á UTmessuna?

Ávinningur af því að fara á ráðstefnu UTmessunnar er meðal annars:

  1. Fræðsla: Yfir 50 tæknifyrirlestrar um það sem heitast er í umræðunni í dag.
  2. Sérsvið: Fjölmargar þemalínur um ýmis sérsvið; gervigreind, gögn, rekstur, fjarskipti, stafræna þróun, samvinnu, þróun, hæfni, sjálfbærni og öryggi.
  3. Tengslanet: Tækifæri til að hitta yfir þúsund manns í tæknigeiranum og stækka og styrkja tengslanetið.
  4. Sýnileiki: Með því að mæta gerir þú þig og fyrirtæki þitt sýnilegt sem virka aðila í tækniheiminum.
  5. Framtíð: Eitt af stóru markmiðum UTmessunnar er að sýna hve stór og fjölbreyttur tæknigeirinn á Íslandi er og spilar sýningarsvæðið stóran þátt á ráðstefnudeginum og á opna tæknideginum daginn eftir er opið fyrir almenning og þar náum við að kveikja áhuga ungu kynslóðarinnar á því að velja tækni sem framtíðar starfsvettvang.

Vantar þig aðstoð til að fá leyfi til að fara á ráðstefnu UTmessunnar?

--- UPPKAST AÐ BRÉFI TIL YFIRMANNS ---

Kæri [nafn yfirmanns],

nú er UTmessan fram undan, en hún fer fram föstudaginn 7. febrúar, og mig langar að fá þitt samþykki að fara á þessa faglegu tækniráðstefnu til að auka virði mitt og fræðast um það sem er heitast í tölvu- og tæknigeiranum í dag. Það eru fá önnur sambærileg tækifæri á Íslandi þar sem hægt er að velja úr yfir 50 fyrirlestrum og fjölmörgum þemalínum þar sem ég get valið bæði innan míns sérsviðs og einnig notað tækifærið og kynnt mér eitthvað nýtt sem víkkar sjóndeildarhringinn hjá mér. Það væri mér mikils virði að bæta við mig þekkingu á þessari flottu ráðstefnu.  

Á UTmessunni gefst mér einnig tækifæri til að styrkja tengslanetið, heyra hvað fólk í bransanum er að gera ásamt því að deila því sem ég er að fást við.  Þannig get ég í leiðinni sýnt hvað við erum að gera flott í okkar verkefnum og jafnvel sáð fræi hjá vinum og kunningjum mínum í tæknigeiranum. Það er aldrei að vita hvort næsti viðskiptavinur eða starfsmaður hitti mig á UTmessunni.  Í leiðinni heyri ég auðvitað hvað hin eru að fást við, bæði á fyrirlestrunum og á sýningarsvæði tæknifyrirtækjanna - og gæti jafnvel komið til baka með nýjar hugmyndir til að nota í okkar vinnu.

Það er engin spurning um að ég verði ánægðari og fróðari starfsmaður eftir að fá að fara á ráðstefnu UTmessunnar 😊 Að leyfa mér að fara og jafnvel fleiri vinnufélögum er mjög hagkvæmur kostur sem á eftir að skila sér vel til baka í framtíðinni enda mikið fyrir peninginn, aðgangur tæknifyrirlestrum, matur og kaffi ásamt veglegu tengslapartýi í lok dags.  Þú getur kíkt á www.utmessan.is ef þig langar að vita meira um UTmessuna.

Með von um jákvætt svar.

---  BRÉF ENDAR ---