Skip to main content

Um UTmessuna

Ráðstefna og sýning fyrir fagfólk í upplýsingatækni á föstudegi og tæknidagur fyrir alla á laugardegi.

Viðburðir tengdir UTmessunni verða í boði fram að ráðstefnudegi og einnig í vikunni sem UTmessan fer fram.

Að UTmessunni stendur Ský í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands. 

Í undirbúningsnefnd eru eftirtaldir aðilar:

Fyrir hönd Ský:
Arnheiður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri UTmessunnar og Ský
Linda Björk Bergsveinsdóttir, verkefnastjóri hjá Ský

Samstarfsaðilar:
Háskólinn í Reykjavík
Háskóli Íslands

Upplýsingar til fjölmiðla:
Arnheiður Guðmundsdóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 
Steingrímur Sævarr Ólafsson


KeyDates

Hvað er UTmessan og fyrir hverja?

UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum og hefur verið haldin árlega frá árinu 2011. Tilgangurinn er ekki síst til að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikil þessi grein er orðin hér á landi. Á UTmessuna mæta öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins og taka þátt með einum eða öðrum hætti og hvetja þannig fólk til að kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst.

Á UTmessunni sést fjölbreytileiki upplýsingatækninnar og þar sést svart á hvítu að allir hafa möguleika á að starfa í tölvugeiranum. Starfssviðið er bæði breitt og fjölbreytt og hentar bæði konum og körlum.

Ráðstefnudagur – fyrir fagólk í upplýsingatæknigeiranum:

Ráðstefna um nýjungar og það helsta sem er að gerast í tölvugeiranum. Ráðstefnan er ætluð fagfólki um upplýsingatækni svo sem þá sem starfa í eða við tölvumál eða hafa brennandi áhuga á þeim. Sýningarsvæði UTmessunnar er opið ráðstefnugestum allan daginn og þar verða öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins að sýna það sem hæst ber í tölvutækni.

Skrá þarf þátttöku á ráðstefnuna í gegnum þar til gert skráningarform. Þátttökugjaldi er stillt í hóf en þó þannig að það standi undir kostnaði.

Tæknidagur – fyrir almenning:

Þar sýna öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins það sem þau hafa fram að færa á sérstakri tölvusýningu. Hverjum sýnanda er í sjálfsvald sett hvað og hvernig hann sýnir sig og sína vöru en sýnendur eru hvattir til að hafa að leiðarljósi að fræða sýningargesti um hvernig hægt er að nýta tölvutæknina í daglegu lífi. Margar getraunir og leikir verða í gangi í sýningarbásunum og einnig gefst fólki tækifæri til að sjá og upplifa nýjustu tölvutækni.  Sýningin er ætluð öllum sem vilja sjá hvað tölvugeirinn hefur upp á að bjóða.  

Aðgangur að sýningarhluta UTmessunnar er ókeypis og eru ungir sem aldnir hvattir til að mæta og sjá framtíðina með berum augum.

Við hvetjum alla til að fylgjast með og taka þátt í viðburðum UTmessunnar og sjá hvað er í gangi í upplýsingatæknigeiranum.

Markmiðið er að sjá marktæka fjölgun nemenda sem velja tæknigreinar í háskólum landsins og tengja þær atvinnulífinu. Einnig viljum vekja áhuga almennings á upplýsingatækni og mikilvægi hennar á öllum sviðum daglegs lífs.    

Hverjir eru á sýningarsvæðinu?
Þau fyrirtæki sem eru á sýningarsvæði UTmessunnar eru í fararbroddi í tölvugeiranum óháð því hvort Ísland sé þeirra markaðssvæði eða ekki.  Allir hafa sameiginlega hagsmuni af því að hvetja sem flesta til að fara í tölvutengt nám og því eru mörg fyrirtækjanna þarna einungis til að sýna að það að vinna í tölvugeiranum er mjög fjölbreytt.


Upplýsingatæknimessan og UTmessan eru skráð vörumerki hjá Hugverkastofnunni og eru í eigu Skýrslutæknifélags Íslands. Öll notkun og vísun í vörumerkin er óheimil án sérstaks leyfis eiganda. Í því felst m.a. réttur sem settur er í vörumerkjalögum (sjá lög um vörumerki nr. 45/1997 með síðari breytingum) gefur eiganda vörumerkis einkarétt á að nota merkið hér á landi og getur hann þá bannað öðrum að nota í atvinnustarfsemi merki sem eru eins eða lík vörumerki hans. Nánari uppl: https://www.hugverk.is/trademark/v0087032

Ský eru óháð félagasamtök þeirra sem vinna við eða hafa áhuga á upplýsingatækni.  Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða ("non-profit") .

Hafðu samband við This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 553-2460 ef þig vantar nánari upplýsingar.

Yfirlit yfir fyrri UTmessur