Tillögur að fyrirlestrum
Allir sem telja sig eiga erindi sem fyrirlesara á UTmessunni geta sent inn tillögu að fyrirlestri til og með 31. október 2024.
Ráðstefnudagskrá verður birt í byrjun desember 2024.
Það er formlegt ferli við val á fyrirlestrum og fer sérstök dagskrárnefnd yfir tillögurnar og velur saman í heildstæða ráðstefnudagskrá. (Það getur engin keypt sér pláss sem fyrirlesari á UTmessunni frekar en fyrri ár.)
Nánari upplýsingar og leiðbeiningar er að finna í forminu en rétt að ítreka að ekki er tekið við fyrirlestrum sem er auglýsing á vöru, þjónustu eða fyrirtæki heldur skulu fyrirlestrar fjalla um áhugaverða hluti tengda tækni og öðru sem tengist tölvugeiranum. Hér er dæmi um eldri ráðstefnudagskrá til að gefa smá hugmynd um hvernig ráðstefnudagur UTmessunnar er.