Gervigreind, sjálfvirkni og frelsið frá vinnu
Skjótur framgangur gervigreindar og aukin sjálfvirknivæðing vekja upp spurningar um stöðu manneskjunnar í samfélagi náinnar framtíðar; sér í lagi hvað varðar einstaklingsfrelsi hennar og atvinnu. Sjálfvirkni býður upp á að frelsa fólk undan oki hins daglega amsturs og gera þeim kleift að stunda þýðingarmikla vinnu og njóta frístundar. Með því að ýta undir atvinnu eru félagsleg fyrirbæri – öflugt ríkisvald, óafskiptar markaðsaðstæður og allt þar á milli – ef best gegnir, gagnsýrð forræðishyggju eða, ef verst, meinfýsin kúgunaröfl. Skírskotun til lágmarksfrelsis ætti því að nægja til að festa í sessi framfærslustaðal til að verja frelsi fólks frá striti; að minnsta kosti eftir gervigreindarbyltingu. Þetta frelsi er hinn frjói jarðvegur mannlegra uppgötvana, uppfinninga, verka og lista. Væri öllum borgurum tryggt frelsi frá vinnu yrðu áhyggjur af tilgangsleysi, hnignun mannlegrar siðmenningar og yfirburðum gervigreindar að engu. Þvert á móti mundi umrætt frelsi leysa úr læðingi fordæmalausa nýsköpunarstarfsemi og krefjast gífurlegs, nýstárlegs hagkerfis.
Jónatan Sólon Magnússon
Jónatan Sólon er heimspekingur við Heimspeki- og vísindaaðferðafræðistofnun Jóhannesar Keplers háskólans í Linz. Rannsóknir hans eru í stjórnmálaheimspeki og hagkerfum auk gervigreindar og sjálfvirkni. Hann hefur haldið fyrirlestra í háskólum sem og fyrir einkaaðila um heimspeki, siðfræði, stærðfræði og rökfræði og einnig verið ráðgjafi fyrir hagfræðifyrirtæki. Hann er doktorsnemi við Háskólann í Linz, með meistaragráðu í heimspeki frá Ludwig-Maximilian-háskólanum í München. Þá er hann með bakkalárgráður í stærðfræði frá Kaupmannahafnarháskóla og í heimspeki frá Háskóla Íslands.