Skip to main content
SJÁLFVIRKNI (AUTOMATION)    Silfurberg A    15:30

Umsóknareyðublöð – drepleiðinleg eða vannýtt tækifæri til að bæta samskipti

Fyrstu kynni eru sögð móta framhaldið. Geta umsóknir borgarinnar orðið að ást við fyrstu sýn? Í dag eru margar á pappír og hannaðar útfrá þörfum kerfisins. Með því að færa umsóknir inn á Mínar síður borgarinnar er hægt að gera þær þægilegri með hjálp tækninnar. En er það nóg til að kveikja neistann? Í fyrirlestrinum fer Gró yfir samspil fólks og tækni. Hún leggur áherslu á að gera VITUR eyðublöð, sem huga að viðtakanda, inngangi, tilraunum, uppbyggingu og rödd umsókna.

Gró Einarsdóttir, Reykjavíkurborg
Félagssálfræðingur
Ferilskrá (BIO)
Bakgrunnur Gróar er úr akademíunni. Hún útskrifaðist með doktorspróf í félagssálfræði frá Gautaborg árið 2018. Síðan þá hefur Gró unnið hjá hinu opinbera við hagnýtingu á vísindum. Fyrst hjá Hagstofu Ísland, svo hjá Umhverfisstofnun og nú hjá Þjónustu og nýsköpunarsviði borgarinnar. Gró hefur sinnt ólíkum störfum en samhljómurinn er alltaf manneskjumiðuð nálgun. Að nýta sér verkfæri félagssálfræðinnar til að leysa samfélagsleg vandamál á manneskjulegri hátt.

Fyrstu kynni eru sögð móta framhaldið. Geta umsóknir borgarinnar orðið að ást við fyrstu sýn? Í dag eru margar á pappír og hannaðar útfrá þörfum kerfisins. Með því að færa umsóknir inn á Mínar síður borgarinnar er hægt að gera þær þægilegri með hjálp tækninnar. En er það nóg til að kveikja neistann? Í fyrirlestrinum fer Gró yfir samspil fólks og tækni. Hún leggur áherslu á að gera VITUR eyðublöð, sem huga að viðtakanda, inngangi, tilraunum, uppbyggingu og rödd umsókna.

Gró Einarsdóttir, Reykjavíkurborg
Félagssálfræðingur
Ferilskrá (BIO)
Bakgrunnur Gróar er úr akademíunni. Hún útskrifaðist með doktorspróf í félagssálfræði frá Gautaborg árið 2018. Síðan þá hefur Gró unnið hjá hinu opinbera við hagnýtingu á vísindum. Fyrst hjá Hagstofu Ísland, svo hjá Umhverfisstofnun og nú hjá Þjónustu og nýsköpunarsviði borgarinnar. Gró hefur sinnt ólíkum störfum en samhljómurinn er alltaf manneskjumiðuð nálgun. Að nýta sér verkfæri félagssálfræðinnar til að leysa samfélagsleg vandamál á manneskjulegri hátt.