Skip to main content

Heildardagskrá UTmessunnar 2014

UTmessan 2014 felur í sér marga viðburði og allir styðja þeir við markmið UTmessunnar sem er að sýna hve stór og fjölbreyttur tölvugeirinn á Íslandi er með það að markmiði að fjölga þeim sem velja sér tölvu- og tæknigreinar sem framtíðarstarfsvettvang. Öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins taka þátt í viðburðum UTmessunnar. 

Föstudagurinn 7. febrúar - fyrir tölvufólk: 

Ráðstefna fyrir fagfólk og aðra áhugamenn um upplýsingatækniÁ ráðstefnunni verða nokkrar þemalínur í sölum Hörpunnar.  Mikill metnaður er hjá undirbúningsnefndinni og munu margir færir erlendir og innlendir fyrirlesarar stíga á stokk á ráðstefninni. Fjöldi fyrirtækja hefur skráð sig á sýningarsvæðið í opnu rými á fyrstu hæð Hörpunnar og verður það opið ráðstefnugestum allan daginn.

Hér er dagskrá ráðstefnunnar

 

Laugardagurinn 8. febrúar - ókeypis upplifun fyrir alla sem vilja sjá hvað er að gerast í tölvugeiranum:

Sýning tölvu- og tæknifyrirtækja verður opin allan daginn og kostar ekkert inn. Örkynningar og fræðsla í gangi í sölum í Hörpunni um ýmislegt sem tengist daglegu lífi og upplýsingatækni. Einnig verða alls kyns getraunir og leikir í gangi og hægt að fá aðstoð tæknimanna við ýmis vandamál sem tengjast upplýsingatækni. Margt fleira skemmtilegt verður í boði til að svipta af hulunni af dulúð tölvuheimsins, bæði fyrir börn og fullorðna. Sýningin er ætluð almenningi, konum og körlum, stelpum og strákum, ungum sem öldnum.

Hér er dagskrá laugardagsins

 

Nánari upplýsingar er að fá í gegnum tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.