Skip to main content

"Hackathon" 2013

Hackathon 2013, er samstarfsverkefni Ský, GreenQloud, Tölvunarfræðideild Háskólans í Reyjavík og Hugsmiðjunnar og verður haldið 7., 8., og 9 febrúar. 

Hackathon er viðburður þar sem forritarar hittast til að vinna markvisst saman að þróun nýrra lausna og hugmynda eða vinna með þegar skilgreind UT verkefni.

Stundum er unnið með ákveðið þema eða verkefni sem vinna með ákveðin gögn frá vefþjónustum (APIs - Application Programming Interface).

Markmiðið með Hackathon er sjaldnast að þróa fullkláraðar afurðir en frekar að skapa og þróa nýjar hugmyndir sem gætu svo orðið að seinna að fullkláruðum lausnum.

Sjá nánar upplysingar, kíktu á Hackathon síðu á Facebook:
https://www.facebook.com/events/468006386600218/

Þú getur skráð þig í Hackathonið hér: 
http://www.signupgenius.com/go/70A0E4AA5AE23A31-registration