Hjartað í íslensku fjármálakerfi í hálfa öld
Reiknistofa bankanna hefur verið hjartað í íslensku fjármálakerfi frá stofnun félagsins árið 1973. Rekstur félagsins og lausnir voru í upphafi byggð á samofnu stórtölvuumhverfi en á síðustu árum hefur félagið unnið að nútímavæðingu og einföldun tækniumhverfisins. Auk þess sem netöryggismál og rekstraröryggi setja stöðugt ríkari kröfur á félagið. Í erindinu verður farið yfir sögu RB og þá sérstöðu sem íslenskt fjármálaumhverfi hefur búið við en ekki síður hvaða atriði skipta mestu máli í rekstri mikilvægra innviða fyrir fjármálamarkaðinn í síbreytilegu umhverfi.
Ragnhildur hefur verið forstjóri Reiknistofu bankanna frá janúar 2019. Ragnhildur kom til RB frá Wow Air þar sem hún starfaði sem aðstoðarforstjóri. Þar áður var Ragnhildur framkvæmdastjóri Rekstrar og upplýsingatækni hjá Landsbankanum í fimm ár og forstjóri Promens í rúm fimm ár. Þar áður starfaði Ragnhildur hjá Icelandair/Flugleiðum í sex ár og gegndi stöðu forstjóra í lok þess tíma.
Ragnhildur er verkfræðingur og viðskiptafræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og University of Wisconsin-Madison..
Reiknistofa bankanna hefur verið hjartað í íslensku fjármálakerfi frá stofnun félagsins árið 1973. Rekstur félagsins og lausnir voru í upphafi byggð á samofnu stórtölvuumhverfi en á síðustu árum hefur félagið unnið að nútímavæðingu og einföldun tækniumhverfisins. Auk þess sem netöryggismál og rekstraröryggi setja stöðugt ríkari kröfur á félagið. Í erindinu verður farið yfir sögu RB og þá sérstöðu sem íslenskt fjármálaumhverfi hefur búið við en ekki síður hvaða atriði skipta mestu máli í rekstri mikilvægra innviða fyrir fjármálamarkaðinn í síbreytilegu umhverfi.
Ragnhildur hefur verið forstjóri Reiknistofu bankanna frá janúar 2019. Ragnhildur kom til RB frá Wow Air þar sem hún starfaði sem aðstoðarforstjóri. Þar áður var Ragnhildur framkvæmdastjóri Rekstrar og upplýsingatækni hjá Landsbankanum í fimm ár og forstjóri Promens í rúm fimm ár. Þar áður starfaði Ragnhildur hjá Icelandair/Flugleiðum í sex ár og gegndi stöðu forstjóra í lok þess tíma.
Ragnhildur er verkfræðingur og viðskiptafræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og University of Wisconsin-Madison..