Getur ólögmæt meðferð tæknifyrirtækja á persónuupplýsingum verið samkeppnislagabrot?
Persónuupplýsingar eru auðlind fyrir fjölda tæknifyrirtækja sem stóla á þær til markaðssetningar, greiningar og fleira. Þróun í Evrópu, og þá sérstaklega í máli Meta gegn þýskum samkeppnisyfirvöldum, bendir til þess að samkeppnisyfirvöldum verði mögulega heimilt að líta til sjónarmiða um persónuvernd við mat sitt á því hvort háttsemi fyrirtækja brjóti í bága við samkeppnislög. Erindið fjallar um framangreind álitaefni með hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem fram koma í máli Meta gegn þýskum samkeppnisyfirvöldum sem hefur verið til meðferðar hjá Evrópudómstólnum.
Persónuupplýsingar eru auðlind fyrir fjölda tæknifyrirtækja sem stóla á þær til markaðssetningar, greiningar og fleira. Þróun í Evrópu, og þá sérstaklega í máli Meta gegn þýskum samkeppnisyfirvöldum, bendir til þess að samkeppnisyfirvöldum verði mögulega heimilt að líta til sjónarmiða um persónuvernd við mat sitt á því hvort háttsemi fyrirtækja brjóti í bága við samkeppnislög. Erindið fjallar um framangreind álitaefni með hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem fram koma í máli Meta gegn þýskum samkeppnisyfirvöldum sem hefur verið til meðferðar hjá Evrópudómstólnum.