Skip to main content

Laugardaginn 3. febrúar 2018 kl 10-17

- ókeypis inn fyrir alla -
Líf og fjör á UTmessunni í Hörpu

SÝNINGARSVÆÐI UTMESSUNNAR OPIÐ ALLAN DAGINN frá kl. 10 - 17

helstu tæknifyrirtæki og skólar sýna það nýjasta í dag
- alls kyns getraunir, keppnir og leikir í gangi, gjafir fyrir gesti og gangandi

Hér til hliðar eru upptalin öll fyrirtækin sem eru með bás á sýningarsvæðinu

Eldborg - 2. HÆÐ:
Vísinda-Villi verður með tæknibrellur kl. 13 og aftur kl. 15
Vísinda Villa eða Vilhelm Anton Jónsson ætlar að gera nokkrar tilraunir og spjalla við krakka um þetta merkilega kraftaverk sem heimurinn okkar og við sjálf erum.
- frítt inn fyrir alla á meðan pláss er í Eldborg

Fyrirlestur Tanmay Bakshi verður sýndur á risatjaldi kl. 12 og 14.
- upptaka frá aðalfyrirlesara ráðstefnu UTmessunnar, frítt inn á meðan húsrúm leyfir

Ríma - 1. hæð
Robo-keeper markmannsvélmenni
- prófaðu að skora hjá einu snöggasta vélmenni heims!

SILFURBERG (B) - 2. HÆÐ
Hönnunarkeppni véla- og iðnverkfræðinema frá kl. 12
- hægt að labba inn og út að vild á meðan á keppninni stendur
Hönnunarkeppni Háskóla Íslands er árlegur viðburður sem haldinn er af véla- og iðnaðarverkfræðnemum. Keppendur þurfa að hanna og smíða róbóta sem þurfa að leysa ýmsar þrautir á keppnisdag. Þeirri hönnun sem gengur best hlýtur fyrstu verðlaun. Origo og Marel eru bakhjarlar keppninnar ásamt UTmessunni.

SILFURBERG (A) - 2. HÆÐ
Sjáðu og prófaðu ýmsar skemmtilegar tækninýjungar
Á sýningarsvæði Háskóla Íslands í Silfurbergi á laugardaginn 3. febrúar verður fjölbreyttur fróðleikur og skemmtun í boði. Hægt verður að ferðast um fjalllendi í sýndarveruleika, skapa tónlist með Wave tónlistarhringnum, sjá hvernig matur úr þrívíddarprentara verður til, ferðast um heiminn á höndunum, taka þátt í getraun sem reynir á skynfærin, sjá hvernig jarðskjálftar hafa áhrif á heimili okkar, upplifa fróðleik með Vísindasmiðjunni og skoða rafknúna kappaksturbílinn frá Team Spark.
Nánari upplýsingar: dagskrá Háskóla Íslands á UTmessunni

NORÐURLJÓS - 2. HÆÐ
Sjáðu og prófaðu ýmsar skemmtilegar tækninýjungar

Háskólinn í Reykjavík: Skema býður upp á Makey Makey, Kano tölvur og Minecraft. /sys/tur verða með tölvutæting. Tölvunar-, tækni og verkfræði deildirnar verða svo með mynstraleik, mælingar á hnébeygjum, þrívíddar módel úr þrívíddar pretnara, Prímtöluteljara og DeCP-myndleitarkerfi. Nýji formúlubíllinn verður á svæðinu og einnig verður Mælingar-og endurhæfingarkerfi við meðferð á sjúklingum með hálsskaða til sýnis

Tækniskólinn leyfir gestum að sjá og prófa:
Spegill, spegill herm þú mér: verkefni nemenda á tölvubraut – gestir geta horft í spegilinn sem breytir andliti þínu á skemmtilegan hátt.
Sigurvegari Hönnunarkeppni verkfræðinema (2017):frá nemendum í rafeindavirkjun – sýning.
Ljósmyndaveggur: frá nemendum í Grafískri miðlun og ljósmyndun – gestir geta klætt sig upp og tekið uppstillta mynd af sér sem hinir ýmsu iðnaðarmenn.
HDC sýndarveruleikagleraugu: tölvuleikur, hannaður af nemendum í Margmiðlunarskólanum – klettaklifur sem gestir geta prófað.

Í sýningarbásum fyrirtækja verður m.a. eftirfarandi:

ORIGO: Ekki missa af risanum Titan, reyndu að sigra Robokeeper, klappaðu risaeðlum með gervigreind, farðu í 360 gráðu ævintýraferð um loftin blá, láttu þjarka teikna mynd af þér eða spjallaðu við mannlega vélmennið Pepper. Nánari upplýsingar

Opin kerfi: Sjáðu Fujitsu netþjón á kafi í baði, ljósin blikkandi og allt í gangi en samt undir yfirborðinu. Prófaðu retro tölvuleikin sem nördarnir okkar hafa verið að dunda sér við að smíða og forrita. Ertu hittin(n) kastaðu bolta í rennu á leikjaveggnum okkar og reyndu að vinna lítinn skemmtilegan vinning frá samstarfsaðilum okkar.
Kíktu við hjá okkur fáðu þér besta kaffið í bænum og spjallaðu við okkur um allt sem viðkemur upplýsingatækni, hver þróunin er og hvað skiptir máli að spá í um þessar mundir. Hlökkum til að sjá þig.

Sensa: Upplifðu góð samskipti í gegnum einn besta myndfundabúnað á markaðnum – þjónusta sem tengir alla saman og tryggir góða samvinnu. Teiknari sýnir listir sýnar og hver veit nema þú fáir mynd af þér!

Deloitte: IOT Prófaðu fjarstýrðan snjall-vöruflutningatrukk sem skynjar umhverfi sitt og hversu hratt og örugglega þú nærð að keyra um brautina. En mundu... vörurnar þurfa að komast heilar á leiðarenda og það eru ýmsar uppákomur á brautinni. Í básnum verðum við með sýnishorn á hvernig tölvur læra inn á umhverfi sitt og fáum innsýn í hvernig heimurinn lítur út með AR (Augmented Reality).

HÁSKÓLI ÍSLANDS: Gakktu menntaveginn með Háskóla Íslands – sýningarbás. Fræði – Rannsóknir – Nýsköpun – Hagnýting.
Verið velkomin í sýningarbás Háskóla Íslands. Nýttu tækifærið til þess að fræðast um nám og rannsóknir sem stundaðar eru í Háskólanum. Fræðast má um tæknigreinar á borð við iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði, tölvunarfræði, rafmagnsverkfræði og tölvuverkfræði. Kynntu þér nýsköpun sem á sér stað í háskólasamfélaginu og hvernig nám við Háskólann styður við hugmyndir í tækni og hvernig stuðla má að hagnýtingu þeirra fyrir samfélagið.

EXPECTUS: Verið velkomin í básinn okkar hjá Expectus þar sem þú getur prófað leikni þína í gömlum og góðum kúluspilskassa! Tæknin á bak við utanumhald um færni þína og árangur í keppninni er hins vegar nýrri af nálinni, en það er hið frábæra gagnvirka mælaborð Tableau sem heldur utan um það hvernig fólki gengur að spila leikinn.

Tölvulistinn: Taktu þátt í hraðaleik Tölvulistans og reyndu að vinna 40“ 4K Philips tölvuskjá að verðmæti kr. 99.995. Hversu hratt og oft getur þú fundið vörumerki Tölvulistans á stuttum tíma? Skoðaðu í leiðinni 40“ skjáinn sem er í vinning sem nýtur mikilla vinsælda hjá þeim sem vilja fækka úr 2-3 skjám í einn stóran með fullkomnu vinnuplássi. Einnig tíl sýnis Philips Signage upplýsingaskjáir.

Kóder tengir ávexti við Makey Makey á laugardaginn og leyfir börnunum að spila á ávaxtahljóðfæri. Hver vill ekki spila lag með peru, epli, sítrónu og banana? Auk þess munum við bjóða upp á kennaraepli og kóderkrítar.