Skip to main content

HEILDARDAGSKRÁ UTMESSUNNAR 2017

UTmessan 2017 felur í sér marga viðburði og allir styðja þeir við markmið UTmessunnar sem er að sýna hve stór og fjölbreyttur tölvugeirinn á Íslandi er með það að markmiði að fjölga þeim sem velja sér tölvu- og tæknigreinar sem framtíðarstarfsvettvang. Öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins taka þátt í viðburðum UTmessunnar. 

FÖSTUDAGURINN 3. FEBRÚAR KL. 8:00-18:30

- ráðstefnudagur fyrir tölvu- og tæknifólk
Skrá þarf fyrirfram á ráðstefnuhluta UTmessunnar og kostar inn á þann hluta.

DAGSKRÁ RÁÐSTEFNUNNAR

Ráðstefna fyrir fagfólk og aðra áhugamenn um upplýsingatækni. Á ráðstefnunni verða nokkrar þemalínur í sölum Hörpunnar.  Mikill metnaður er hjá undirbúningsnefndinni og munu margir færir erlendir og innlendir fyrirlesarar stíga á stokk á ráðstefninni. Fjöldi fyrirtækja hefur skráð sig á sýningarsvæðið í opnu rými á fyrstu hæð Hörpunnar og verður það opið ráðstefnugestum allan daginn.

LAUGARDAGURINN 4. FEBRÚAR KL. 10-17

- ókeypis upplifun fyrir alla fjölskylduna og aðra sem vilja sjá hvað er að gerast í tölvugeiranum 

DAGSKRÁ LAUGARDAGSINS

Sýning tölvu- og tæknifyrirtækja verður opin allan daginn og kostar ekkert inn. Tækninýjungar eins og róbótar.  Einnig verða alls kyns getraunir og leikir í gangi. Margt fleira skemmtilegt verður í boði til að svipta af hulunni af dulúð tölvuheimsins, bæði fyrir börn og fullorðna. Sýningin er ætluð almenningi, konum og körlum, stelpum og strákum, ungum sem öldnum.