Skip to main content

Laugardaginn 7. febrúar 2015 kl 10-17

- ókeypis inn fyrir alla -
Líf og fjör á UTmessunni í Hörpu

SÝNINGARSVÆÐI UTMESSUNNAR OPIÐ ALLAN DAGINN frá kl. 10  - 17
yfir 50 fyrirtæki sýna það nýjasta í dag
- alls kyns getraunir, keppnir og leikir í gangi, gjafir fyrir gesti og gangandi
Taktu þátt í skemmtilegum krossgátuleik milli sýningarbásanna þar sem leitað er að ákveðnum lykilorðum. Verðlaun dregin úr réttum svörum eftir helgina.

Sýning á gömlum tölvum frá 1950-2015
Sjáðu gamlar tölvur frá árinu 1950 til dagsins í dag á glæsilegri sýningu
Kíktu á „Saumavélina“, „Ferðatöskuna“ og alls konar tölvur frá 1950 til dagsins í dag. Glæsileg sýning á vegum Nýherja og Öldungardeildar Ský á UTmessunni. 

SILFURBERG (B) - 2. HÆÐ
Hönnunarkeppni véla- og iðnverkfræðinema frá kl. 12:30
- hægt að labba inn og út að vild á meðan á keppninni stendur
Hönnunarkeppni Háskóla Íslands er árlegur viðburður sem haldinn er af véla- og iðnaðarverkfræðnemum. Keppendur þurfa að hanna og smíða róbóta sem þurfa að leysa ýmsar þrautir á keppnisdag. Þeirri hönnun sem gengur best hlýtur fyrstu verðlaun sem eru að verðmæti 400.000 kr. Í ár þurfa róbótarnir að komast yfir gryfju og fara yfir stökkpall ásamt því að koma dós ofan í holu. Nýherji og Marel eru bakhjarlar keppninnar.

SILFURBERG (A) - 2. HÆÐ
Sjáðu og prófaðu ýmsar skemmtilegar tækninýjungar
Prófaðu að forrita tölvuleik með aðstoð barna (SKEMA)

Vélmenni og Makey Makey (SKEMA)
Mindstorm LEGO þrautabraut (HÍ)
Team Spark – kappakstursbíll (HÍ)
Sjáðu sjálfan þig í ósýnilegu ljósi (HÍ)

NORÐURLJÓS - 2. HÆÐ
Sjáðu og prófaðu ýmsar skemmtilegar tækninýjungar
Gervigreindarhorn (HR)
Vatnaflygill, sæþota sem dælir vatni (HR)
Eldflaug sem skotið var í 6 km hæð á Mýrdalssandi (HR)
Kafbáturinn Ægir úr RoboSub (HR)
3D útprentanir á hjarta, heila, beinum og fleiru (HR)
Forritunarkeppni (HR)
Tölvuleikjahönnun (HR)
Tölvutætingur (/sys/tur/ og PROMENNT)
Tölvutætingur - keppni kl. 15:
Yfir daginn (til kl. 14) er hægt að skrá sig til leiks í básum Promennt og /sys/tra, en keppnin er ætluð ungu fólki á aldrinum 15 til 25 ára. Keppnin gengur út á að fjórir þátttakendur fá sett af vélbúnaði í bútum og eiga að setja saman og koma tölvunni í gang. Sá þátttakandi sem er fyrstur til að kveikja á tölvunni vinnur. Skjáirnir munu vísa út til áhorfenda þannig að áhorfendur geta fylgst spenntir með og vonandi hvatt sitt fólk áfram og séð „live“ hver vinnur. Vinningurinn er gjafabréf á námskeiðið Tölvuviðgerðir CompTIA A+ hjá Promennt, að verðmæti 129.000 kr.

KALDALÓN - 1. HÆÐ
Fróðleikur og skemmtun fyrir alla fjölskylduna
- Fljúgjandi drónar á sviðinu - Örkynningar - SprengjuKata

Ný tækni kl. 12:
12:00  Forritun dróna með JavaScript: Stuttur fyrirlestur og sýning um dróna og hvernig er hægt að forrita þá - Kristján Oddson

12:10  Hvar er notandinn staddur innanhúss? Möguleikar í innanhússtaðsetningu með snjallsíma - Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir, Locatify
12:20  Hvað kosta tækniframfarir jörðina? - Bjartmar Alexanderson, Græn framtíð
12:30  Þrívíddarskynjun - Íris Ólafsdóttir, Kúla Inventions
12:40  SprengjuKata og UT - Katrín Lilja Sigurðardóttir
Nemendaverkefni kl. 13:
13:00  Forritun dróna með JavaScript: Stuttur fyrirlestur og sýning um dróna og hvernig er hægt að forrita þá - Kristján Oddsson

13:10  Hugmyndavinna fyrir tölvuleiki - skipulagt kaos - Eiríkur Orri Ólafsson, HR
13:20  Tilfinningin í tölvuspilinu. Upplifunin af því að skapa tölvuleik, vekja hann til lífs og deila með öðrum - Kári Halldórsson, HR
13:30  Þróun tölvuleikja fyrir Oculus Rift - Óttar Guðmundsson, HÍ          
13:40  Framtíðin rafmögnuð - Aðalheiður Guðjónsdóttir, HÍ
13:50  SprengjuKata og UT - Katrín Lilja Sigurðardóttir
Tól og tæki kl. 14:
14:00  Forritun dróna með JavaScript: Stuttur fyrirlestur og sýning um dróna og hvernig er hægt að forrita þá - Kristján Oddsson

14:10  Tæknibylting í litlum myndavélum - Páll Stefánsson, ljósmyndari og Sony Ambassador
14:20  Framúrskarandi ljósmyndun og 4K videótaka með Lumia - Þorsteinn Þorsteinsson, Opin kerfi
14:30  Klæðileg tækni (Wearable devices) - Snæbjörn Ingi Ingólfsson, Nýherji
14:40  SprengjuKata og UT - Katrín Lilja Sigurðardóttir
Fræðsla kl. 15:
15:00  Forritun dróna með JavaScript: Stuttur fyrirlestur og sýning um dróna og hvernig er hægt að forrita þá - Kristján Oddson

15:10  UT í fræðslu og þekkingarmiðlun - Björgvin Filippusson, KOMPÁS
15:20  Samspil - UT átak Menntamiðju - Bjarndís Jónsdóttir, UT-Torg    
15:30  Hvað er í skýjunum? - Íris Sigtryggsdóttir, GreenQloud
15:40  SprengjuKata og UT - Katrín Lilja Sigurðardóttir

Í sýningarbásum fyrirtækja verður m.a. eftirfarandi: 

Opin kerfi: Kynntu þér Microsoft Lumia „selfie“ símann og alla hina frábæru Lumia myndavélasímana. Prófaðu að spila Xbox leiki í frábærum gæðum á ótrúlega skörpum skjánum í Lumia. Skoðaðu sambyggðu HP kassakerfislausnina, sem hentar hvort sem er litlum eða stórum fyrirtækjum og kíktu til okkar í kaffi á besta kaffibarnum á svæðinu.

promennt: Promennt verður með bás á fyrstu hæðinni og /sys/tur í Norðurljósasal. Í báðum básum verður boðið upp á að fá að fikta í tölvum og fylgihlutum, tæta og setja saman. Leiðbeinendur verða á báðum básum sem fræða gesti um vélbúnað tölvunnar og aðstoða við fiktið. Haldin verður keppni í samsetningu tölvu sem hefst kl. 15 í Norðurljósum. Yfir daginn (til kl. 14) er hægt að skrá sig til leiks í básum Promennt og /sys/tra, en keppnin er ætluð ungu fólki á aldrinum 15 til 25 ára. Kl. 14 verður dregið úr pottinum um hver kemur til með að taka þátt í keppninni, en það eru fjórir sem taka þátt. 

nýherji: Spilaðu tónlist með appelsínu, tölvuleik með ananas og taktu ljósmynd með banana. Joe and the Juice, Makey Makey, dróni og forveri tölvunnar hjá Nýherja á UTmessunni.

Síminn: Allt verður tengt internetinu í framtíðinni. Með snjalltækjum getur þú meðal annars stýrt lýsingu,  talað í gegnum öryggismyndavél, stjórnað hljóðkerfi og fylgst með rakastigi plantna. Síminn ætlar að aðstoða þig við að tengja möguleg og ómöguleg tæki og stuðla að auknu öryggi þeirra. Kíktu við á Símabásnum og fáðu hressingu eða hleðslu á símann þinn. Taktu þátt í leik og þú gætir unnið Bose Mini Soundlink bluetooth hátalara ásamt ráðgjöf og tæknilegri úttekt á heimilinu frá Síminn til þín.

Samtök iðnaðarins: Kynntu þér starfsemi samtaka upplýsingatæknifyrirtækja og annarra hópa innan samtaka iðnaðarins.

Háskóli íslands: Nemendaverkefni og námsframboð kynnt í básum.

háSKÓLININ Í REYKJAVÍK: Nemendaverkefni og námsframboð kynnt í básum. Taktu þátt í mynstraleik og prófaðu tölvuleik á HR-básnum.

Skema: Hver sem er getur spreytt sig í forritun, upplifað töfra tækninnar og kynnst skapandi möguleikum hennar.  Skema verður með vinnusmiðju og býður upp á kennslu í Alice, Kodu Game Lab og Unity 3D en í þeim forritum er hægt að búa til sinn eigin tölvuleik. Bananar munu gefa tóninn með Makey Makey auk þess sem Dash, Dot og Ollie verða kynntir til sögunnar. Ókeypis upplifun fyrir alla fjölskylduna.

tækniskólinn: Tölvubraut með róbóta sem gestir mega prófa og spreyta sig á ýmsum þrautum. Margmiðlunarskólinn býður gestum að taka þátt í og sjá hvernig „capture motion“ tæknin virkar – einnig verður Raftækniskólinn með þrívíddarprentara og nemendur af grafískri miðlun kynna verkefni sín.  

Pyngjan: Tveir leikir í gangi í tengslum við UTmessuna. Leikur 1: Viltu vinna 2.000 kr. inneign í Pyngjunni?  Nýr pottur í hverri viku. Tilkynnt um vinningshafa á Facebook  Leikur 2: Leikur: Viltu vinna Samsung Galaxy Alpha síma? Þegar komin eru þúsund like á síðuna okkar þá verður veglegur vinningur dreginn úr potti allra þeirra sem hafa likað við síðuna okkar. 

EPostur: Verða með skemmtilegan leik í básnum tengt Póstboxi Póstsins. Fjöldi vinninga í boði. 

Tölvulistinn: Tölvulistinn gefur einum heppnum gesti á UT messunni nýjasta 40" 4K tölvuskjáinn frá Philips að verðmæti 179.990. Til sýnis verða nýjungar í tölvuskjám og skjáveggjalausnum frá Philips.

Reiknistofa bankanna: Við erum með Instagram leik í Back to the Future þema.  Gestir láta taka mynd af sér í líki Michael J. Fox, merkja með #rbframtid2015 og setja á Instargram.  Þeir sem eru ekki með Instagram geta sent á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..  Skemmtileg verðlaun í boði eða allar Back to the Future myndirnar og Back to the Future dress.  Við verðum líka með létta spurningakönnun og bjóðum upp á súkkulaði.