Runólfur Þórhallsson er yfirlögregluþjónn almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra og hefur sinnt þeirri stöðu frá nóvember 2024. Runólfur hefur starfað sem lögreglumaður í 37 ár og m.a. í sérsveit og leitt greiningardeildina.
Guðmundur Arnar Sigmundsson er Netöryggis- og Gagnaþróunarstjóri hjá Advania. Hann hefur komið víða við á ferlinum. Leiddi öra uppbyggingu CERT-IS síðustu ár og vann þar áður hjá Origo, Vodafone og sænska fjarskiptarisanum Ericsson. Guðmundur er með meistaragráðu í fjarskiptaverkfræði frá háskólanum í Karlsruhe í Þýskalandi með sérstaka áherslu á fjarskiptaöryggi.