Skip to main content

Nú reddum við þessu!

Öryggisæfing | Security exercise    06.02.2026

Gagnvirk netöryggisæfing þar sem verður farið í gegnum ólíkar tegundir netárása og afleiðingar þeirra í gagnvirkri æfingu þar sem allir áhorfendur í salnum geta tekið þátt í viðbragðinu. Sviðsmyndirnar munu líkja eftir raunverulegum aðstæðum íslenskra fyrirtækja og stofnanna. Aðstæðurnar munu stigmagnast eftir því sem líður á æfinguna og munu Guðmundur og Runólfur taka lifandu umræður um áhrif og  hlutverk ólíkra restraaðila í einka- og opinbera geiranum ásamt viðbragðsaðilum sem samhæfa aðgerðir í meiriháttar netárásum

Runólfur Þórhallsson, almannavarnardeild ríkislögreglustjóra & Guðmundur Arnar Sigmundsson, Advania

Runólfur Þórhallsson er yfirlögregluþjónn almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra og hefur sinnt þeirri stöðu frá nóvember 2024. Runólfur hefur starfað sem lögreglumaður í 37 ár og m.a. í sérsveit og leitt greiningardeildina.

Guðmundur Arnar Sigmundsson er Netöryggis- og Gagnaþróunarstjóri hjá Advania. Hann hefur komið víða við á ferlinum. Leiddi öra uppbyggingu CERT-IS síðustu ár og vann þar áður hjá Origo, Vodafone og sænska fjarskiptarisanum Ericsson. Guðmundur er með meistaragráðu í fjarskiptaverkfræði frá háskólanum í Karlsruhe í Þýskalandi með sérstaka áherslu á fjarskiptaöryggi.
LinkedIn