Skip to main content

Vinur minn sagði að þetta væri ekki einkaleyfahæft

Samræming | Compliance    06.02.2026

Það vill vefjast fyrir tæknifyrirtækjum sem stunda nýsköpun í hugbúnaði og kerfislausnum, hvenær nýjungar geta talist einkaleyfishæfar uppfinningar. Í lögum um einkaleyfi eru fyrirvarar sem setja skorður á hvernig vernda megi hugbúnaðarlausnir með einkaleyfum. Í fyrirlestrinum verður reynt að skýra hvar mörkin liggja, hvað megi og hvað megi ekki og svara spurningum eins og hvenær sé tímabært að sækja um einkaleyfi, þarf lausn að vera fullþróuð og hversu ítarlega þarf að lýsa henni. Og borgar þetta sig yfir höfuð? Hvað með tæknilausnir sem nýta gervigreind? Nefnd verða nokkur valin dæmi um fyrirtæki sem verja tölvuuppfinningar með einkaleyfum.

Einar Karl Friðriksson

Árnason Faktor
Einkaleyfasérfræðingur

Einkaleyfasérfræðingur og meðeigandi Árnason Faktor, doktor í efnafræði, með réttindi sem evrópskur forsvarsmaður einkaleyfa (European Patent Attorney). Vinn með íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum, háskólum og stofnunum að vernd hugverka og hef kennt við ðháskóla um einkaleyfi.