Öryggi í smáum skrefum: innleiðing DORA fyrir minni aðila á fjármálamarkaði
Lög um stafrænan viðnámsþrótt fjármálageirans innleiða kröfur DORA reglugerðar ESB og leggja skýrar skyldur á aðila á fjármálamarkaði. Meðalhófsregla DORA gerir innleiðingu reglugerðarinnar raunhæfa án óhóflegrar byrðar. Með áherslu á hagnýt dæmi og raunhæfa innleiðingu verður fjallað um hvernig smærri aðilar á fjármálamarkaði geta mætt ítarlegum kröfum DORA á skilvirkan, sveigjanlegan og öruggan hátt og þannig aukið viðnámsþrótt sinn í reynd frekar en að líta á reglugerðina sem æfingu í reglufylgni.
Alma Tryggvadóttir
Alma leiðir netöryggisþjónustu Deloitte. Hún starfaði við regluvörslu í fjármálageiranum í sjö ár og hefur aðstoðað fjölmarga aðila við greiningu, innleiðingu og úttektir á kröfum ýmis konar regluverks m.a. á sviði net- og upplýsingaöryggis þ.m.t. DORA reglugerðinni. Alma brennur fyrir skilvirkum umbótum og uppbyggingu stjórnunarkerfa sem breyta kröfum um reglufylgni í raunverulegt samkeppnisforskot.