Nýtt gagnahagkerfi – EU Data Act
Upplýsingar eru verðmætasta eign í stafrænu samfélagi og nútímalöggjöf keppist við að vernda þær og tryggja hagkvæma og örugga nýtingu. Snjalltæki safna daglega miklu magni upplýsinga um okkur sem geta fallið utan persónuverndarlöggjafar, og því skiptir máli að vita hvaða réttindi við höfum gagnvart þeim. Þann 12. september tók gildi ný löggjöf ESB sem leggur skyldur á þjónustuveitendur sem bjóða þjónustu innan sambandsins og nær einnig til veitenda á Íslandi þótt hún sé ekki innleidd. Reglugerðin tryggir notendum tengdra vara og þjónustu aðgang að gögnum og rétt til að nýta og deila þeim með þriðju aðilum. Uppfyllir þitt fyrirtæki skyldur EU Data Act?
Katla Lovísa Gunnarsdóttir
Katla Lovísa Gunnarsdóttir hóf störf hjá LOGOS árið 2016 og hefur síðan starfað í banka- og fjármögnunarteyminu. Hún er lögmaður með málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Hún sinnir fjölbreyttum verkefnum á sviði verktakaréttar. Hún vinnur einnig að málum tengdum persónuvernd og hugverkarétti. Þá hefur hún reynslu af kröfurétti og gjaldþrotarétti. Katla lauk ML-gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2015. Hún dvaldi eitt ár við Stokkhólmsháskóla sem skiptinemi á Nordplus-styrk.