Stafræn framtíð sveitarfélaga
Sveitarfélög standa á tímamótum þar sem upplýsingatækni og rekstrartækni renna saman í eina heild. Með samþættingu kerfa fyrir orku, veitur, ljósvist og umhverfi skapast stafræn heildarsýn sem gerir kleift að greina mynstur, sjá tengsl og stýra ferlum í rauntíma.
Fyrirlesturinn sýnir hvernig þessi þróun gerir sveitarfélögum kleift að bæta þjónustu, draga úr orkunotkun og efla sjálfbærni án þess að auka kostnað eða flækjustig.
Áhersla er lögð á raunveruleg dæmi úr íslenskum aðstæðum og hvernig „tengd sveitarfélög“ geta orðið burðarásar í grænni framtíð þar sem mannvirki, gögn og náttúra vinna saman sem ein tengd heild.
Aron Heiðar Steinsson
Aron Heiðar Steinsson er Veitustjóri hjá Reykjanesbæ og leiðir stafræna umbreytingu í innviðum sveitarfélagsins, þar á meðal í fráveitu, götulýsingu og umhverfismálum. Hann er með Executive MBA og BSc í rafmagnstæknifræði og sameinar þannig tæknilega þekkingu og stefnumótandi stjórnunarhæfni.
Aron hefur stýrt fjölmörgum nýsköpunarverkefnum tengdum snjallinnviðum, hringrásarhagkerfi og sjálfbærni, með áherslu á hvernig gögn og sjálfvirkni geta skapað skilvirkari, grænni og öruggari sveitarfélög.