Hönnun sem brú milli tækni og fólks
Stafræn þróun | Digitalization 06.02.2026
Hvernig tryggjum við að kerfið þjóni fólkinu – ekki öfugt?
Á undanförnum árum hefur þjónustuhönnun verið notuð víða til að breyta því hvernig stafræn þjónusta er hugsuð, hönnuð og innleidd. Í þessum fyrirlestri segja þjónustuhönnuður og efnishönnuður frá því hvernig hönnun getur byggt brýr milli tæknifólks, stjórnenda og notenda. Þær sýna hvernig aðferðir þjónustuhönnunar og kúltúrhakk geta hjálpað til við að greina raunverulegar þarfir, einfalda flókin ferli og skapa lausnir sem eru mannlegar, aðgengilegar og notendamiðaðar.
Birta Svavarsdóttir & Björg Flygenring
Reykjavíkurborg
Birta Svavarsdóttir er efnishönnuður hjá Reykjavíkurborg og meistaranemi í ritlist við Háskóla Íslands. Hún sérhæfir sig í notendamiðaðri textagerð og sögutækni og vinnur að því að gera stafrænar vörur og þjónustur skiljanlegar, aðgengilegar og mannlegar.
Björg Flygenring er þjónustuhönnuður hjá Reykjavíkurborg. Hún er með meistaragráðu í Strategic Design frá Parsons School of Design í New York og sérhæfir sig í aðferðum sem nýta hönnun til að tryggja að vörur, þjónusta og stefna byggi á þörfum fólks og skapi raunverulegt virði.