Skip to main content

Hvað höfum við gert 85 ára gamalli konu í stafvæðingunni?

Stafræn þróun | Digitalization    06.02.2026

Eldri borgarar hafa margir hverjir ekki tileinkað sér eða náð tökum á stafrænni tækni.  Í þessum fyrirlestri velti ég upp spurningum um hvort við höfum mögulega gengið of langt á of skömmum tíma? Er krafan um hagræði, hagnað og hagnýtingu tækninnar að láta okkur missa sjónar af sjálfsögðum réttindum eldra fólks til þjónustu, persónuverndar og sjálfstæðis? Ég gef innsýn í reynsluheim 85 ára gamallar móður minnar og margra annarra í svipaðri stöðu og velti fyrir mér hvernig við getum gert betur í þjónustu við aldraða og aðra í viðkvæmri stöðu.

Sigurjón Ólafsson

Fúnksjón
Ráðgjafi

Fyrirlesari hefur starfað í stafrænum verkefnum í yfir aldarfjórðung. Leitt stafræn verkefni m.a. hjá Hafnarfjarðarbæ, Háskóla Íslands, Kaupþingi og Íslandsbanka. Stofnaði eigin ráðgjöf, Fúnksjón, árið 2013. Höfundur Bókarinnar um vefinn, sem er eina bók sinnar tegundar á Íslandi. Var aðjúnkt í vefmiðlun við Háskóla Íslands og hefur kennt víða, haldið fyrirlestara innanlands og erlendis um stafræn mál.