Skip to main content

Hvernig spilar notkun gervigreindar og persónuvernd saman?

STJÓRNSÝSLA (GOVERNANCE)

Gervigreind vinnur með gífurlegt magn upplýsinga, þ. á m. persónuupplýsinga. Persónuverndarlöggjöfin (GDPR) gerir ríkar kröfur til þeirra sem vinna með persónuupplýsingar. Því er mikilvægt að þeir sem vinna með gervigreind hugi að því hvernig notkun tækninnar spilar saman við kröfur GDPR, en ljóst er að þetta tvennt kann að skarast. Nú hefur nýtt regluverk um notkun á gervigreind tekið gildi innan ESB (AI Act) sem beita þarf samhliða GDPR. Í þessum fyrirlestri verður fjallað um hvernig við getum klórað okkur í gegnum samspil þessara tveggja lagabákna, hvaða áskoranir við stöndum frammi fyrir og hvaða skref er mikilvægt að taka í þeim efnum til að tryggja hlítni við reglurnar.

Auður Lára Bjarnfreðsdóttir

LEX
Lögfræðingur

Auður Lára er fulltrúi á LEX lögmannsstofu og sérhæfir sig í upplýsingatæknirétti og persónuvernd. Í störfum sínum hefur hún veitt ráðgjöf á þessum sviðum til fjölmargra fyrirtækja (þ. á m. tæknifyrirtækja), opinberra stofnana og sveitarfélaga.