G&T - Hanastélið sem lyftir upplýsingatækni á hærra plan
Hlutverk gagnavöruhúsa verður sífellt mikilvægara í nútíma fyrirtækjamenningu, og ávinningur þeirra alltaf að koma betur í ljós. Fyrrverandi barþjónn og núverandi forritari og ráðgjafi í viðskiptagreind nýtir þessi ólíku störf til að lýsa uppskriftinni að hinu fullkomna gagnavöruhúsi, þar sem gögn og tengingar milli kerfa leika lykilhlutverk.
Samþætting kerfa er grunnstoð sjálfvirkni, þar sem óhindraðar tengingar milli gagnalinda einfalda ferla og veita aukna innsýn í rekstur. Fyrirtæki geta þannig umbreytt hráum gögnum og öðlast nýja sýn á dýrmætar upplýsingar sem styðja gagnadrifnar ákvarðanir. Rétt eins og í góðum G&T á hvert innihaldsefni sinn stað og rétt blanda þeirra getur skipt sköpum.
Þórdís Björk Arnardóttir
Þórdís Björk hefur unnið sem ráðgjafi og forritari hjá Expectus frá 2021 og unnið þar með fjölbreyttum fyrirtækjum við uppbyggingu gagnavöruhúsa. Einnig kom hún að þróun forrit sem tengist yfir 60 kerfum til gagnasöfnunar. Í ársbyrjun 2024 varð Þórdís einn af stofnendum MeshPro, dótturfyrirtækis Expectus, sem sérhæfir sig í gagnaöflun og tengingum milli kerfa. Samhliða BS námi í rekstrarverkfræði í HR starfaði hún meðal annars sem barþjónn á B5 og fleiri stöðum.