Skip to main content

Viðburðadrifin (e. Event driven) smásala

STAFRÆN SJÁLFVIRKNI (DIGITALIZATION)

Í erindinu verður farið yfir reynslusögu af þróun viðburðadrifins (e. Event driven) arkítektúrs fyrir vefverslanir sem og annars konar stafrænar lausnir. Einnig verður farið yfir helstu áskoranir, bæði tæknilegar og rekstrarlegar, við slíkan arkítektúr og þann ávinning sem hlýst af þessari nálgun. Að lokum verður farið yfir muninn á því að reka físískar verslanir annars vegar og stafrænar verslanir hins vegar.

Linda Lyngmo

Hagar
Forstöðumaður stafrænna lausna

Linda starfaði í mörg ár hjá Íslandsbanka þar sem hún leiddi stafræna umbreytingu með góðum árangri. Linda hefur víðtæka reynslu á sviði stjórnunar og stefnumótunar en einnig býr hún yfir reynslu í upplýsingatækni þá sérstaklega í stafrænni vöruþróun og kerfishögun. Í dag leiðir Linda stafræna þróun hjá Högum þar sem hún tekst á við nútímavæðingu í rótgrónu umhverfi.