Skip to main content

Sjálfvirkni, fjárflæði og nýsköpun

STAFRÆN SJÁLFVIRKNI (DIGITALIZATION)

Fjallað um mikilvægi stöðugs fjárflæðis í fyrirtækjum og hvernig sjálfvirkni í móttöku stakra greiðsla, styrkja og áskrifta getur skipt sköpum í nýsköpun og rekstri.

Hvað er það sem flest fyrirtæki vilja meira af? Meiri tíma, meira fjármagn og fleira fólk. Farið verður yfir ferlið frá móttöku greiðslumáta, sjálfvirka innheimtu allra tekna, bókun reikninga og aðgangsstýringu notenda að utanaðkomandi kerfum. Sjálfvirknin eykur skilvirkni og dregur úr mannlegum mistökum sem í þokkabót sparar tíma og kostnað. Fjármagnið og tíminn sem sparast getur þá nýst í þróun og að auka mannskap.

Fyrirlesturinn er ætlaður frumkvöðlum, fyrirtækjaeigendum, fjármálastjórum og hugbúnaðarsérfræðingum og öllum þeim sem hafa áhuga á rekstri fyrirtækja.

Kjartan Sverrisson

Overcast
Framkvæmdastjóri og stofnandi

Kjartan Sverrisson er einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Overcast og hefur starfað sem framkvæmdastjóri frá Apríl 2013. Þar áður starfaði hann sem forstöðumaður vefþróunardeildar hjá WOW air, 365 og Icelandair. Kjartan útskrifaðist með meistarapróf í tölvunarfræði frá háskólanum í Liverpool.