Skip to main content

Sameiginleg trú: afl umbreytinga í örum vexti

Samvinna | Collaboration    06.02.2026

Hvað er það sem raunverulega aðgreinir fyrirtæki sem ná langt? Erindið fjallar um hvernig sameiginleg trú og sterk menning verða að afli sem styður teymi í umbreytingum og örum vexti. Ég legg áherslu á að menningin skapi forsendur nýsköpunar og styrki teymi þegar umhverfið breytist hratt. Ég deili þremur atriðum sem breyttu leiknum hjá AGR og hjálpuðu okkur að vaxa, byggja liðsheild og halda í kjarnann sem vinnur saman af einlægni og eldmóði. Raunveruleg dæmi sýna hvernig skýr samskipti, traust og forgangsröðun stjórnenda eru lykillinn að árangri og stöðugleika.

Sigrún B. Gunnhildardóttir

AGR
Chief Product Officer

Sigrún B. Gunnhildardóttir er framkvæmdastjóri vöruþróunar hjá AGR og hefur yfir áratugarreynslu í vörustýringu og þróun hugbúnaðar. Hún er menntaður verkfræðingur frá Columbia University og hefur leitt þróun hugbúnaðarlausna sem draga úr sóun og hámarka virði í aðfangakeðjum fyrirtækja. Sigrún brennur fyrir að skapa menningu þar sem fólk og teymi fá að blómstra og hefur verið leiðandi í uppbyggingu fyrirtækja með því að tengja saman tækni, menningu og skýra sýn. Hún hefur haldið erindi á alþjóðlegum vettvangi um forystu, nýsköpun og uppbyggingu menningar.