Það er MÖST að halda í öruggt ferðalag
Erindið fjallar um hugmyndavinnu, aðferðir og aðgerðir verkefnisins MÖST en MÖST er í stuttu máli stefna að jákvæðri öryggismenningu.
Erindið mun fjalla um hvernig verkefnið reynist í stóru fyrirtæki þar sem starfsfólk er fjölbreytt, ólík tungumál töluð og vinnutímar mismunandi.
Erindið mun bæði fjalla um þær áskoranir sem fylgir því að búa til og viðhalda verkefni, líkt og MÖST, á lífi í stóru fyrirtæki sem og þann árangur og ávinning sem hlýst af slíkri vinnu.
Berglind Grímsdóttir
Berglind er upplýsingaöryggisstjóri Innnes, og sá fyrsti í þeirri stöðu. Þar af leiðandi hefur hún fengið þann heiður að móta þá stöðu í því rótgróna fyrirtæki sem Innnes er, og með landslið upplýsingatæknisérfræðinga og stjórnenda sér við hlið. Fyrir þann tíma var Berglind í stjórnunarlegri upplýsingaöryggisráðgjöf hjá Syndis þar sem hún starfaði með einu fremsta fagfólki og hökkurum í geiranum. Berglind er með BA í mannfræði frá Háskóla Íslands, með áherslu á stafræna mannfræði og afbrotafræði. Hún er einnig með MS gráðu í afbrotafræði frá University of Kent, með áherslu á netglæpi.