Skip to main content

Seigla í verkefnum

SAMVINNA (COLLABORATION)

Í síbreytilegum tæknifyrirtækjum standa verkefnastjórar frammi fyrir stöðugum breytingum í krefjandi verkefnum. Með hraðri tækniþróun verður seigla vísir að árangri. Lykillinn? Að byggja upp seiglu í teymum til að takast á við áhrif tæknilegra flækja, breytinga á áherslum og þrýsting frá kröfuhörðum hagsmunaaðilum, án þess að missa móðinn. Þessi fyrirlestur mun kanna hvernig við getum byggt upp seiglu með leiðandi forystu, virkri hlustun og jákvæðri væntingastjórnun til að tryggja að verkefni sigli í gegnum storminn af öryggi og aðlögunarhæfni.

Bára Hlín Kristjánsdóttir

Sýn
Forstöðumaður Verkefnastofu

Bára er forstöðumaður Verkefnastofu hjá Sýn. Hún hefur yfir áratugs reynslu af því að leiða umfangsmikil umbreytingarverkefni í fjölbreyttum iðnaði. Áður vann hún einnig í alþjóðlegri verkefnastjórnun hjá Marel, og í hugbúnaðarþróun, ásamt því að setja á fót míkróbrugghúsið Álf. Hún sérhæfir sig í umbreytingavegferðum, stafrænum lausnum og nýsköpun, með sérþekkingu á verkefnastjórnun, þátttöku hagsmunaaðila og breytingastjórnun innan skipulagsheilda. Bára er með meistaragráðu í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík og leitar alltaf betri samskiptum, seiglu og stöðugum umbótum í síbreytilegu umhverfi.