Hafsteinn Einarsson er dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands. Hann lauk doktorsprófi í greininni frá ETH í Zürich og beinast rannsóknir hans að máltækni og gervigreind. Hafsteinn hefur víðtæka reynslu af samstarfi við fyrirtæki um hagnýtingu lausna á þessum sviðum og er jafnframt þátttakandi í Evrópuverkefninu TrustLLM, sem miðar að þróun mállíkana fyrir germönsk tungumál.