Skip to main content

Eru risamállíkön verri á íslensku?

Gervigreind | AI    06.02.2026

Margir upplifa að risamállíkön skili lakari árangri á íslensku en ensku, þrátt fyrir örar framfarir á sviðinu. Þetta erindi kannar hvort mælanlegur munur sé á frammistöðu líkananna á þessum tveimur tungumálum.

Farið verður yfir núverandi stöðu og kynntar niðurstöður úr nýlegum verkefnum þar sem frammistaða líkana á íslensku hefur verið metin. Að lokum verður sjónum beint að framtíðinni og rætt hvaða skref þarf að stíga til að tryggja stöðu íslenskunnar í áframhaldandi þróun risamállíkana.

Hafsteinn Einarsson

Háskóli Íslands
Dósent

Hafsteinn Einarsson er dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands. Hann lauk doktorsprófi í greininni frá ETH í Zürich og beinast rannsóknir hans að máltækni og gervigreind. Hafsteinn hefur víðtæka reynslu af samstarfi við fyrirtæki um hagnýtingu lausna á þessum sviðum og er jafnframt þátttakandi í Evrópuverkefninu TrustLLM, sem miðar að þróun mállíkana fyrir germönsk tungumál.