Skip to main content

Lost in translation: Þegar gervigreindin talar fyrir okkur

Gervigreind | AI    06.02.2026

Nú þegar gervigreindin er að verða meðhöfundur, þýðandi og talsmaður okkar myndast ný tegund áskorana - fjarlægð sem sem skapast milli fólks ekki vegna tungumálaáskorana heldur vegna skorts á sameiginlegum skilningi, sem á í raun upptök sín að rekja til samskipta milli manneskjunnar og gervigreindarinnar. Í fyrirlestrinum Lost in Translation: Þegar gervigreindin tala fyrir okkur, rannsökum við hvað gerist þegar gervigreindin mótar tóninn okkar, samhengi og markmið. Við rýnum í uppgang „samhengisverkfræði“ (e. context engineering) sem nýtt læsi og þeim áskorunum sem tengjast því - við þurfum ekki aðeins að sammælast um hvaða gögn á að taka til hliðsjónar hverju sinni heldur einnig skilning okkar beggja (manneskjunnar og gervigreindarinnar) á þeim. Þetta verður sérstaklega erfitt þegar gervigreindin getur tekið mið af meiri gögnum en við og unnið á hraða sem við höndlum ekki. Því veltum við því fyrir okkur, þegar gervigreindin miðlar fyrir okkar hönd - hver talar í raun?

Aðalsteinn Pálsson

City By The Sea
CTO

Aðalsteinn Pálsson er með doktorsgráðu í tölvunarfræði, þar rannsakaði hann hvernig hægt er að útskýra ákvarðanir djúpra tauganeta. Einnig hefur hann í átta ár unnið sem ráðgjafi við þróun og innleiðingu gervigreindarlausna.