Skip to main content

Verður alltaf að vera gaman! - Ai vinkona

GERVIGREIND (AI)

Nú er alþekkt að gervigreindin er húmorslaus. Hvernig geta stjórnendur nýtt sér hana þrátt fyrir það til að hafa gaman og aukið ástríðu teyma til framfara.

Sýna hvernig hægt er að nýta AI til að auðvelda samskipti og skapa þekkingarmiðlun sem gerir vinnuumhverfið léttara og skemmtilegra.

Skapa öruggan vettvang þar sem hægt er að hlæja að mistökum og læra af þeim í gegnum greiningar- og kennslulíkan AI.

Útfæra aðferðir þar sem AI er nýtt til að búa til leiki og keppnir sem tengja saman stefnuáherslur fyrirtækisins og þróun teyma á lifandi hátt.

Ai er frábært til að brainstorma og prófa hugmyndir. Ai er hlutlaus samstarfsaðili sem tekur spurningum ekki persónulega eða hefur neikvæða afstöðu. Þetta skapar tækifæri fyrir stjórnendur og teymi til að leggja fram „hvað ef“ sviðsmyndir án þess að þurfa að hafa áhyggjur af tilfinningum Ai, klárlega fullkomin viðbótar teymismeðlimur sem hjálpar til í sviðsmynda/hlutverkja leikjum.

Ai er þjöppuð þekking sem skilar auðmeltanlegum svörum, Ai getur verið hluti af teymi sem bregst mjög hratt við og hjálpar teymum að skoða mismunandi útkomur á skilvirkan hátt. AI skapar hlutlaust umhverfi þar sem ólíkar skoðanir og ágreiningar geta verið prófaðar án persónulegra árekstra. Þetta flýtir ekki aðeins fyrir ákvarðanatöku heldur stuðlar einnig að opnara og skapandi umhverfi þar sem hugmyndir geta þróast í samstarfi með greiningarhæfni Ai án þess að þurfa að hafa áhyggjur af drama. Þetta sýnir fram á gildi Ai er meira en bara sjálfvirknivæðing ferla, heldur sem stefnumótandi samstarfsaðila fyrir sköpunargleði og þróun í teyma/deilda/sviða/fyrirtækja.

Kristrún Lilja Júlíusdóttir

Orkuveitan
Head of Digital Transformation

BS.Tölvunarfræði (2003), MBA(2010), Executive Direction Market&Securities in ISB(2019-2023), Head of Digital Transformation Orkuveitan(2024-..)