Hvers virði er UT, frá kostnaði til virðissköpunar
Hvernig sýna má fram á raunverulegt virði upplýsingatækni fyrir rekstur og stefnu fyrirtækja?
Í fyrirlestrinum verður fjallað um hvernig UT er virðisskapandi þáttur í stað kostnaðarliðar þegar kemur að rekstri fyrirtækja.
Farið verður yfir aðferðir til að meta og rökstyðja með mælanlegum hætti virði upplýsingatækni, allt frá grunnrekstri tækniinnviða, rekstri kjarnakerfa yfir í stafræn umbreytingarverkefni og gervigreind.
Áhorfendur fá innsýn í hvernig hægt er að tengja tækni og viðskiptamarkmið með því að mæla árangur, forgangsraða verkefnum eftir virðissköpun og móta skýra stefnu um hvernig UT styður samkeppnishæfni og nýsköpun.
Kynningin sýnir raunveruleg dæmi og reynslu af því að sýna fram á virði UT og tækni með rekstrarlegum, fjárhagslegum og stefnumótandi mælikvörðum.
Markmiðið er að færa umræðuna um UT úr því að vera kostnaður yfir í gagnadrifna og stefnumótandi nálgun um virðisaukandi þátt sem UT er í rekstri fyrirtækja sem skapar raunverulegt og áþreifanlegt virði.
Eiður Eiðsson
Eiður er framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá Högum. Hann er reynslumikill leiðtogi í upplýsingatækni sem komið hefur að mörgum lykil verkefnum í upplýsingatækni þar sem hann hefur leitt teymi í UT rekstri, hugbúnaðarþróun, stafrænni umbreytingu og innleiðingu á gervigreind.