Skip to main content

Sæstrengjahvíslarinn - fjarskipasæstrengir sem umhverfisskynjarar

Gögn | Data    06.02.2026

Úthöf þekja um það bil 70% af yfirborði jarðar, sem gerir umhverfismælingar bæði erfiðar og kostnaðarsamar. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að hægt er að nýta fjarskiptasæstrengi sem umhverfisskynjara. Hefðbundin kerfi eru þó ýmist takmörkuð við stuttar vegalengdir með mikilli upplausn eða heildarmælingar yfir allan strenginn.

Við prófuðum frumgerð af tæki sem nýtir dreifða ljósleiðaraskynjun (DFOS) á IRIS-sæstreng Farice milli Íslands og Írlands. Tækið mælir aflögun eftir strengnum á milli magnara og breytir þannig hverju u.þ.b. 100 km bili strengsins í sjálfstæðan skynjara. Höfum við numið bæði jarðskjálfta og sjávarstrauma. Ef sæstrengjanet heims yrði útbúið sambærilegum kerfum gæti það stóraukið getu okkar til mælinga í úthöfum.

Vala Hjörleifsdóttir

Háskólinn í Reykjavík
Dósent í verkfræði

Vala Hjörleifsdóttir er jarðskjálftafræðingur og dósent við Verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Rannsóknir hennar beinast að því að skilja hegðun eldfjalla, jarðskjálfta og jarðhitasvæða, auk þess að þróa aðferðir til jarðhitaleitar og náttúruvárvöktunar. Undanfarin ár hafa rannsóknir hennar í auknum mæli beinst að því hvernig nýta megi ljósleiðarakerfi, sem eru hluti af núverandi fjarskiptainnviðum, til umhverfisvöktunar.